Local nuts for sale

Monday, February 14, 2005

VALENTÍNUS HINN MIKLI, aka DADDI!

Já, hann er nú yndislegur!!! Hann Daddi minn kom heim rétt eftir kl 6 í dag með þvílíkan dekurpakka handa mér. Fullt af vörum frá Aquolina, t.d baðsölt og body mousse með einhverju jogúrt dæmi sem er svo svakalega girnilegt að mig langar helst að setja skeið í dolluna og éta moussið upp til agna!!!! En allavega hann lét renna í bað handa mér, kveikti á fullt af kertum inni á baði, færði mér fordrykk og skipaði mér í afslöppun. Ég náttlega lagðist bara í baðið og sötraði minn drykk, alsæl með lífið! Á meðan var þessi elska inni í eldhúsi að elda nautasteikur og bjó til með því þessa líka æðislegu Bearnaissósu! Svo var auðvitað spænskt rauðvín með þessu öllu!! Sósan var hreinasta snilld hjá honum, þær eru nú alltaf góðar hjá honum sósurnar en þessi var æði! Anna vinkona segir þegar hún kemur í mat til okkar að henni sé alveg sama hvað sé í matinn, bara að Daddi búi til sósu og hún fái skeið, þá er hún sátt.... Hann eldaði sko 300 g steik og ég kláraði mína!!! Dísús, hann Jói verður nú ekki ánægður með mig í ræktinni sko....

Svo er það ömurlega við þetta allt saman að ég náði náttlega ekkert að gera fyrir hann. Ætlaði upp í Kringlu til að kaupa eitthvað sætt handa honum eftir vinnu, en gat það ekki því Melkorka var orðin lasin á leikskólanum og ég bara brunaði heim að ná í hana. Ég kom nú reyndar við í Hagkaup til að kaupa mjólk og sá þar alveg hrikalega sætan rósarvönd sem kostaði hátt í 700 kr - en svo bara tímdi ég honum ekki!!! Finnst núna eins og ég sé mesta nánös og ömurlegasta manneskja í heimi... Vona bara að hann skilji þetta alveg og fyrirgefi mér.

Annar ætla ég núna að fara að drífa mig upp í til Melkorku minnar! Hún er með ofboðslega ljótan hósta og er búin að vera milli svefns og vöku í rúman klukkutíma. Daddi er búinn að sitja hjá henni og nú ætla ég að leysa hann aðeins af - leyfa þessarri elsku að slaka aðeins á! En Daddi ef þú lest þetta þá segi ég bara - ég elska þig!

1 Comments:

  • At 3:31 PM, Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said…

    Hmmm...
    Ég fékk bara gin og tónik og svo súpu að borða. Sem er kannski sanngjarnt af því ég gaf bara gin og tónik og súpu að borða.
    Það voru reyndar meiri plön í gangi en þeim var frestað vegna veikinda yngstu manneskju.

    Ertu annars búin að segja Lilju frá síðunni?

     

Post a Comment

<< Home