Local nuts for sale

Friday, June 08, 2007

Loforðin á G8

Eitt af því sem að rekur mig inn í bloggheim núna eftir 5 mánaða fjarveru er gleði mín yfir sigrinum á G8 ráðstefnunni – þetta loforð um 60 milljarða USD til baráttunnar gegn alnæmi í Afríku. Ég vona bara heitt og innilega að þeir standi við þetta ágæta loforð sitt núna, því í raun er þetta bara endurnýjun á loforði sem gefið var á G8 ráðstefnunni í Gleneagles árið 2005 – en þar gengu menn illa bak orða sinna. Það að 10.000 manns skuli deyja daglega af völdum hungurs, alnæmis og annarra sjúkdóma sem hægt er að lækna með einni sprautu sem kostar innan við 100 kr er til háborinnar skammar í okkar heimi. Þetta á jú að heita háþróaður heimur – heimur allsnægtar! En gæðum þessa heims er víst misskipt. Í hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum árið 2001 fórust rúmlega 3000 manns í Tvíburaturnunum. Hinn háþróaði heimur grét. Fólk sameinaðist í sorg og syrgði þá sem fórust – hvort sem þeir þekktu þá eða ekki. 11. september á hverju ári er haldin minningarhátíð um þessa 3000 einstaklinga og nöfn þeirra allra lesin upp. Í Afríku deyja, eins og ég sagði áðan, um 10.000 manns á hverjum einasta degi. Þetta er þrefalt magn þeirra sem fórust í turnunum. Þetta jafngildir því að 20 júmbóþotur stútfullar af fólki færust á hverjum einasta degi. Samt er enginn sem syrgir – hinn háþróaði heimur fellur varla tár. Ætli það hafi verið haldin minningarathöfn einhversstaðar í heiminum í gærkvöldi fyrir þessa 10.000 einstaklinga sem létu lífið í Afríku í gær. Þessir einstaklingar verða í bænum mínum í kvöld, sem og önnur kvöld.

Thursday, December 28, 2006

Gleðilega hátíð!

Jæja, held að það sé nú bara nokkuð gott hjá mér að koma að einu bloggi fyrir áramót :) Annars er nú margt sem ég á eftir að skrifa um úr þessari ferð okkar til USA. Hún var stórskemmtilegt og margt sem gerðist þar.

En Jólin hafa verið alveg frábær. Ég náði að borða mikið af góðum mat, drekka góð vín, opna pakka og slappa af. Melkorka var auðvitað í essinu sínu – ég hef nú ekki tölu á þeim pökkum sem hún fékk, en það var allavega heill hellingur. Fyrsti pakkinn sem hún opnaði var hlaupahjólið sem hún fékk frá okkur foreldrunum og eftir það komst eiginlega ekkert annað að. Sá pakki einn og sér hefði verið meira en nóg handa henni miðað við hvað hún var ánægð með hann. Það þurfti að minna hana reglulega á að hún ætti nú fleiri pakka eftir óopnaða. En hann Daddi minn, þessi elska, gaf mér diskinn með strákunum mínum í U2 og svo yndislegan jakka frá 66°Norður. Annars fékk ég líka pils og hálsmen frá mömmu og svo rauðvín, skreytingar á vínglös, rauðvínsglös, kerti, matreiðslubók, tappatogara og eitthvað fleira frá hinum og þessum.

Hún Melkorka fékk um daginn disk sem heitir “Jólasveinarnir syngja og dansa” og er bæði CD og DVD diskur, sem er alveg bráðsnjallt. Þetta er mjög skemmtilegur diskur og hún hefur horft mikið á hann og sofnar út frá söngnum á kvöldin úr spilaranum sínum. Þessi diskur hefur þó einn alvarlegan galla. Í einu laginu (sem að ég get bara ekki fyrir mitt litla líf munað hvað heitir, en er eitt af þessum sígildu jólalögum) syngur sveinki hátt og snjallt “Hæ hó, MIG hlakkar til” – ekki einu sinni, heldur þrisvar sinnum í sama laginu. Þetta er hinn er mesti hryllingur og ég er alveg hundfúl út í þá sem framleiða þennan disk. Við þurfum að standa í því að leiðrétta barnið þegar hún syngur þetta og hún er orðin svo ringluð í þessu að hún þarf að hugsa sig vel um áður en hún syngur viðlagið. Hún spurði nú af hverju í ósköpunum jólasveinninn væri að syngja þetta svona fyrst þetta væri vitlaust og pabbi hennar sagði að hann væri bara svona hrikalega stjúpid. Annað sem við tókum eftir en höfum ekkert verið að tala um upphátt í kringum hana af þessum diski er textinn sem lesinn er um Stekkjastaur, en þar segir að Stekkjastaur kom stinnur til byggða og vildi sjúga ærnar.... En það er örugglega saga út af fyrir sig!

Monday, June 12, 2006

I´m back!

Jiminn eini, langt síðan ég hef blöggað! En ég er sko komin aftur – vúhúúúúú. Ekki það að sé nokkur maður sem les þetta, ég geri fastlega ráð fyrir því að þessar 5 hræður sem lásu blöggið mitt hafi löngu gefist upp á mér og þessar leti. En here goes.

Nóg búið að gerast. Emma fermdist þann 8. apríl við hátíðlega athöfn í Vestmannaeyjum. Hún stóð sig með prýði stelpan, var sæt og fín. Hún fékk auðvitað ólýsanlegt magn af gjöfun og það tók heila eilífð að taka þær upp um kvöldið. En það hafðist fyrir rest, hún opnaði og við hin sátum og drukkum bjór, og hún var mjög sátt við allt sem hún fékk, enda ekki annað hægt þar sem þetta var allt gullfallegt.

Um Páskana skelltum við okkur til Dublin. Daddi fór og sveiflaði golfkylfunum sínum af offorsi alla daga, en við mamma og Melkorka röltum um bæinn og höfðum það notalegt. Ég fór með Melkorku á rólóvöllinn í St. Stephen’s Green alla dagana, enda var veðrið æðislegt og við nutum þess að vera úti. Þetta var stutt en mjög góð ferð. Melkorka naut sín heldur betur í þessu enskumælandi umhverfi – feimnin gufaði öll upp og hún kjaftaði við hvern sem var.

Við mamma og Melkorka erum svo nýkomnar heim frá Mallorca, en við skelltum okkur þangað í tveggja vikna ferð. Ferðin var hin fínasta og við slöppuðum af. Skelltum okkur inn til Palma einn daginn, en versluðum nú ekki mikið Dadda til mikillar ánægju J. Magga vinkona kom svo út og var seinni vikuna úti hjá okkur. Veðrið var ekki alveg æðislegt allann tímann, dagarnir voru góðir en maður hefði alveg mátt vera með flíspeysu með sér til að hlýja sér á kvöldin. Melkorka naut þess alveg í botn að hafa óskipta athygli mömmu sinnar og ég naut þess alveg jafn mikið að geta einbeitt mér að henni og ekki vera að láta einhver húsverk og eldamennsku trufla mig. Melkorka tók virkan þátt í mini-diskóinu sem var á kvöldin á hótelinu - söng þar með öllum lögum, alveg sama á hvaða tungumáli þau voru, og dansaði alla dansa með. Svo hitti hún Smiley, sem er risastór hundur (maður í gerfi) sem kom og klappaði öllum krökkunum. Hún tók þátt í Bingói í fyrsta skipti og vann bingóið, svo tók hún líka þátt í "kjúklingaleiknum" og var þar í öðru sæti þegar hún tók þátt í fyrsta skipti og svo vann hún leikinn nokkrum kvöldum síðar. Hún vað að vonum voðalega ánægð með sig og mátti sko líka alveg vera það - mammann var allavega að springa úr monti!

Föstudaginn næsta erum við Daddi svo að fara til London, en þar verðum við fram á Sunnudag. Á föstudaginn ætlum við að borða á veitingastað sem heitir Quaglino’s og ég hef heyrt talað mikið um. Daddi hefur borðað það tvisvar held ég og er voðalega hrifinn af staðnum, þannig að ég hlakka mikið til að prófa það. Ég er búin að skoða matseðilinn á netinu og ég held svei mér þá að ég sé meira að segja búin að ákveða hvað ég ætla að fá mér. Á laugardaginn ætlum við svo að skella okkur á tónleika með Eagles, sem verður án efa stórkostleg upplifun. Svo verður bara rölt um bæinn og slappað af.

Tuesday, February 07, 2006

Gleði og sorg!

Þá er hún Melkorka orðin 5 ára!! Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Það var svaka veisla heima á sunnudaginn. Melkorka fékk að bjóða nokkrum vinum í heimsókn og það var sko heljarinnar fjör. Við keyptum stóra Barbie köku sem vakti mikla lukku og buðum upp á pönnukökur og snarl með því. Emma var ofsalega dugleg með krakkaskarann og var lengi með þau í leikherberginu niðri – þá gafst smá færi á að setjast niður og hvíla lúin bein. Það flæddu auðvitað inn pakkarnir til hennar og hún var alsæl með allt sem hún fékk. Hún var nú reyndar ekki mjög ánægð með foreldra sína þegar hún fékk gjöfina frá okkur um kvöldið. Við gáfum henni geislaspilara til að hafa í herbergið sitt og skvísan var sko ekki par ánægð með það. Hún setti bara upp snúð og sagði “en mig langar ekkert í þetta!”. Hún sættist þó alveg á gjöfina fyrir rest þegar hún áttaði sig á því að hún gæti verið að hlusta á Bratz Rock Angels inni í herberginu sínu á meðan hún væri að leika sér. Ég held hún hafi bara ekkert fattað hvað þetta var þegar hún sá kassann!

Sorglegu fréttirnar eru þó þær að hann elsku tengdapabbi minn, hann Mundi, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á snemma á laugardagsmorgunn. Hann var yndislegur maður og hans verður sannarlega sárt saknað. Hún Melkorka er sorgmædd yfir þessu og segist sakna afa síns. Ég vona heitt og innilega að hún sé nógu gömul til að muna eftir honum þegar árin líða – annars er það bara okkar að vera dugleg að halda minningu hans á lofti til að hún gleymi honum ekki og það munum við svo sannarlega gera.

Friday, December 23, 2005

Gleðilega hátíð!

Nú held ég að jólastressið sé nokkurnveginn að hjaðna! Ég er búin að flestöllu – smá tiltekt eftir heima og nokkrar gjafir sem þarf að pakka inn. Annars eru stelpurnar voða duglegar heima – Emma er að pakka inn nokkrum gjöfum og Melkorka er svakalega dugleg að taka til í herberginu sínu! Jólakortin eru reyndar ekki komin í póst ennþá þar sem ég náði ekki að klára þau fyrr en í gær. Þröstur tók með sér öll kort sem fara til Eyja og svo ætlar Daddi að taka einhvern rúnt á eftir og fara með eins mikið og hann getur. Annars hló Þröstur mikið að mér um daginn þegar ég var að skrifa kortin heima og var auðvitað að sötra rauðvín með því. Hann benti mér á að það væri ekki ráðlagt að taka sopa af rauðvíni eftir hvert orð sem ég skrifaði á kortið – ég komst að því að hann hafði kannski nokkuð rétt fyrir sér þegar ég skrifaði “Elsku Jól 2005” á eitt kortið!!!

En annars leggst bara helgin vel í mann – það eru bara pakkar, góður matur, gott vín og afslöppun sem bíður manns! Emma verður hjá okkur núna um jólin sem er alveg yndislegt – Melkorku finnst frábært að hafa systur sína hjá sér og þær eru alveg yndislegar saman. Emma er ofsalega góð við systur sína og Melkorka vill vera eins og hún í einu og öllu!

En ég segi bara Gleðileg Jól öllsömul og hafið það gott yfir hátíðina!

Kossar og knús frá genginu í Tjarnarbólinu.

Monday, December 12, 2005

Bosco

Þegar ég var í Dublin í lok nóvember keypti ég DVD disk handa Melkorku með barnaefni úr írska sjónvarpinu sem ég horfið alltaf á þegar ég var lítil. Þetta eru eldgamlir þættir sem heita Bosco, en Bosco þessi er brúða með eldrautt hár og býr í kassa (bosco er kassi á írsku - mjög svo frumlegt). Þessir þættir voru í þvílíku uppáhaldi hjá mér og ég vaknaði alltaf eldsnemma á laugardagsmorgnum til að berja goðið mitt hann Bosco augum. Þegar ég sá svo diskinn í búðinni í Dublin veðraðist ég öll upp og varð yfir mig spennt því ég hafi ekki séð hann í 30 ár. Mér leið eins og ég væri að kaupa gull þegar ég borgaði fyrir fenginn. Svo um daginn fékkst Melkorka loksins til að setjast og horfa á Bosco í fyrsta skipti - hún hafði ekki tekið það í mál fyrr því það eru auðvitað jólamyndirnar sem eiga hug hennar allann þessa dagana. Ég hafði ekki tímt að horfa ein á goðið mitt litla því þetta var eitthvað sem ég vildi upplifa með dóttur minni. Ég skellti disknum í tækið og lét fara vel um mig á sófanum hjá henni Melkorku.. Eftir ca. 10 mínútur komst ég að því að Bosco er í rauninni bara algjörlega annoying brúða með alveg skelfilega skræka rödd. Svo eru með honum maður og kona sem eru stjórnendur þáttarins og, Jesús Kr. Jósepsson, þau eru nú ekki mikið skárri. Ok, ég geri mér alveg grein fyrir því að þessir þættir eru hátt í 30 ára gamlir - en komon, voru fötin virkilega svona hallærisleg? Svo keppast þau við það bæði tvö að flörta við myndavélarnar með alls konar grettum og raddbreytingum. Ég varð fyrir gífurlegu áfalli yfir þessu öllu saman og fylltist brjálæðislegri sektarkennd yfir því að hafa reynt að þröngva þessu bulli upp á dóttur mína. Ég snéri mér að henni og spurði hvort hún vildi ekki bara horfa á eitthvað annað - og þá gerðist það merkilega. Melkorka var alveg hugfangin, hún sat með bros á vör og það var ekki tekið í mál að slökkva. Þetta var á föstudaginn síðasta og Bosco er búinn að vera í tækinu síðan! Ég man þetta greinilega rétt!!!

Wednesday, November 23, 2005

Nokkuð skrýtin!

You Are 40% Weird
Normal enough to know that you're weird...But too damn weird to do anything about it!
How Weird Are You?