Local nuts for sale

Thursday, December 28, 2006

Gleðilega hátíð!

Jæja, held að það sé nú bara nokkuð gott hjá mér að koma að einu bloggi fyrir áramót :) Annars er nú margt sem ég á eftir að skrifa um úr þessari ferð okkar til USA. Hún var stórskemmtilegt og margt sem gerðist þar.

En Jólin hafa verið alveg frábær. Ég náði að borða mikið af góðum mat, drekka góð vín, opna pakka og slappa af. Melkorka var auðvitað í essinu sínu – ég hef nú ekki tölu á þeim pökkum sem hún fékk, en það var allavega heill hellingur. Fyrsti pakkinn sem hún opnaði var hlaupahjólið sem hún fékk frá okkur foreldrunum og eftir það komst eiginlega ekkert annað að. Sá pakki einn og sér hefði verið meira en nóg handa henni miðað við hvað hún var ánægð með hann. Það þurfti að minna hana reglulega á að hún ætti nú fleiri pakka eftir óopnaða. En hann Daddi minn, þessi elska, gaf mér diskinn með strákunum mínum í U2 og svo yndislegan jakka frá 66°Norður. Annars fékk ég líka pils og hálsmen frá mömmu og svo rauðvín, skreytingar á vínglös, rauðvínsglös, kerti, matreiðslubók, tappatogara og eitthvað fleira frá hinum og þessum.

Hún Melkorka fékk um daginn disk sem heitir “Jólasveinarnir syngja og dansa” og er bæði CD og DVD diskur, sem er alveg bráðsnjallt. Þetta er mjög skemmtilegur diskur og hún hefur horft mikið á hann og sofnar út frá söngnum á kvöldin úr spilaranum sínum. Þessi diskur hefur þó einn alvarlegan galla. Í einu laginu (sem að ég get bara ekki fyrir mitt litla líf munað hvað heitir, en er eitt af þessum sígildu jólalögum) syngur sveinki hátt og snjallt “Hæ hó, MIG hlakkar til” – ekki einu sinni, heldur þrisvar sinnum í sama laginu. Þetta er hinn er mesti hryllingur og ég er alveg hundfúl út í þá sem framleiða þennan disk. Við þurfum að standa í því að leiðrétta barnið þegar hún syngur þetta og hún er orðin svo ringluð í þessu að hún þarf að hugsa sig vel um áður en hún syngur viðlagið. Hún spurði nú af hverju í ósköpunum jólasveinninn væri að syngja þetta svona fyrst þetta væri vitlaust og pabbi hennar sagði að hann væri bara svona hrikalega stjúpid. Annað sem við tókum eftir en höfum ekkert verið að tala um upphátt í kringum hana af þessum diski er textinn sem lesinn er um Stekkjastaur, en þar segir að Stekkjastaur kom stinnur til byggða og vildi sjúga ærnar.... En það er örugglega saga út af fyrir sig!

1 Comments:

Post a Comment

<< Home