Local nuts for sale

Friday, December 23, 2005

Gleðilega hátíð!

Nú held ég að jólastressið sé nokkurnveginn að hjaðna! Ég er búin að flestöllu – smá tiltekt eftir heima og nokkrar gjafir sem þarf að pakka inn. Annars eru stelpurnar voða duglegar heima – Emma er að pakka inn nokkrum gjöfum og Melkorka er svakalega dugleg að taka til í herberginu sínu! Jólakortin eru reyndar ekki komin í póst ennþá þar sem ég náði ekki að klára þau fyrr en í gær. Þröstur tók með sér öll kort sem fara til Eyja og svo ætlar Daddi að taka einhvern rúnt á eftir og fara með eins mikið og hann getur. Annars hló Þröstur mikið að mér um daginn þegar ég var að skrifa kortin heima og var auðvitað að sötra rauðvín með því. Hann benti mér á að það væri ekki ráðlagt að taka sopa af rauðvíni eftir hvert orð sem ég skrifaði á kortið – ég komst að því að hann hafði kannski nokkuð rétt fyrir sér þegar ég skrifaði “Elsku Jól 2005” á eitt kortið!!!

En annars leggst bara helgin vel í mann – það eru bara pakkar, góður matur, gott vín og afslöppun sem bíður manns! Emma verður hjá okkur núna um jólin sem er alveg yndislegt – Melkorku finnst frábært að hafa systur sína hjá sér og þær eru alveg yndislegar saman. Emma er ofsalega góð við systur sína og Melkorka vill vera eins og hún í einu og öllu!

En ég segi bara Gleðileg Jól öllsömul og hafið það gott yfir hátíðina!

Kossar og knús frá genginu í Tjarnarbólinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home