Local nuts for sale

Monday, December 12, 2005

Bosco

Þegar ég var í Dublin í lok nóvember keypti ég DVD disk handa Melkorku með barnaefni úr írska sjónvarpinu sem ég horfið alltaf á þegar ég var lítil. Þetta eru eldgamlir þættir sem heita Bosco, en Bosco þessi er brúða með eldrautt hár og býr í kassa (bosco er kassi á írsku - mjög svo frumlegt). Þessir þættir voru í þvílíku uppáhaldi hjá mér og ég vaknaði alltaf eldsnemma á laugardagsmorgnum til að berja goðið mitt hann Bosco augum. Þegar ég sá svo diskinn í búðinni í Dublin veðraðist ég öll upp og varð yfir mig spennt því ég hafi ekki séð hann í 30 ár. Mér leið eins og ég væri að kaupa gull þegar ég borgaði fyrir fenginn. Svo um daginn fékkst Melkorka loksins til að setjast og horfa á Bosco í fyrsta skipti - hún hafði ekki tekið það í mál fyrr því það eru auðvitað jólamyndirnar sem eiga hug hennar allann þessa dagana. Ég hafði ekki tímt að horfa ein á goðið mitt litla því þetta var eitthvað sem ég vildi upplifa með dóttur minni. Ég skellti disknum í tækið og lét fara vel um mig á sófanum hjá henni Melkorku.. Eftir ca. 10 mínútur komst ég að því að Bosco er í rauninni bara algjörlega annoying brúða með alveg skelfilega skræka rödd. Svo eru með honum maður og kona sem eru stjórnendur þáttarins og, Jesús Kr. Jósepsson, þau eru nú ekki mikið skárri. Ok, ég geri mér alveg grein fyrir því að þessir þættir eru hátt í 30 ára gamlir - en komon, voru fötin virkilega svona hallærisleg? Svo keppast þau við það bæði tvö að flörta við myndavélarnar með alls konar grettum og raddbreytingum. Ég varð fyrir gífurlegu áfalli yfir þessu öllu saman og fylltist brjálæðislegri sektarkennd yfir því að hafa reynt að þröngva þessu bulli upp á dóttur mína. Ég snéri mér að henni og spurði hvort hún vildi ekki bara horfa á eitthvað annað - og þá gerðist það merkilega. Melkorka var alveg hugfangin, hún sat með bros á vör og það var ekki tekið í mál að slökkva. Þetta var á föstudaginn síðasta og Bosco er búinn að vera í tækinu síðan! Ég man þetta greinilega rétt!!!

1 Comments:

  • At 7:51 AM, Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said…

    Ég keypti Klaufabárðana úti í Tékklandi og svo keypti ég asnalegar gamlar teiknimyndir sem heita "Roger Ramjet" og voru sýndar í Kananum. Nostalgía, en mjög skemmtilegt.

     

Post a Comment

<< Home