Local nuts for sale

Tuesday, November 15, 2005

Sálartónleikar í Köben!

Hún Þórdís var nú að benda mér á það að það er líka hægt að blögga þótt maður sé kominn heim á Nesið – og auðvitað er það alveg rétt. Hef trassað þetta illilega og biðst afsökunar á því!!

En um þarsíðustu helgi fórum við Daddi minn til Köben á þessa marg frægu Sálartónleika og þetta var hin besta ferð. Við lögðum af stað til Keflavíkur klukkan 5 á föstudagsmorgninum. Melkorka var svo svakalega spennt yfir því að amma Gee ætlaði að vera hjá sér um helgina að hún vaknaði klukkan 4 og var meira að segja búin að borða morgunmat þegar Gee kom rétt fyrir 5! Hún sofnaði reyndar aftur um 6 leytið og svaf til að verða 10 sem var alveg ágætt. En þegar við lentum svo í Köben hringdi ég heim til að láta vita að við værum lent og þá tilynnti mamma okkur að hnátan væri komin með hlaupabólu!! Alveg týpískt. En hún var þó allavega hitalaus og hress, þannig að það var í lagi. Enívei, við brunuðum beint á hótelið sem var hið glæsilegasta – Radisson SAS Royal. Við hentum töskunni okkar inn á herbergi og röltum yfir á Hereford þar sem fimmtudagsfararnir (Úlli, Stína, Kristó, Magga, Biggi og Lóa) biðu okkar. Við fengum okkur létt að borða þar og síðan var farið í verslunarferð í Fields verslunarmiðstöðina. Við Daddi vorum nú frekar róleg á þessu, keyptu smá handa Melkorku og Emmu og létum þar við sitja. Skelltum okkur síðan bara í bjórdrykku. Um kvöldið fórum við svo út að borða í gamalt klaustur, sem var nokkuð merkileg upplifun. Mjög stór staður byggður í allskonar göngum og skúmaskotum. Þar hittum við Jón Þjóf og drykkfelldu dagmömmuna úr Kópavoginum, sem voru orðin frekar skrautlegt eftir mikla skotadrykkju. Þau sátu við annað borð og varð samskiptamátinn okkar á milli í formi útkrotaðra tausérvíetta. Af og til rölti hún Auður svo yfir til okkar og fór á kostum. Þegar við vorum búin að borða (rétt upp úr miðnætti) fórum við Daddi bara upp á hótel en hinir héldu áfram að skemmta sér eitthvað.

Laugardagurinn fór svo í Strikarölt, sem var alveg yndislegt. Þar keypti ég mér alveg æðislega kápu og leðurhanska – ég ætlaði nú ekki að versla neitt en mig vantaði reyndar yfirhöfn og þetta er hin fínasta flík. Um kvöldið fórum við aftur á Hereford og fengum okkur að borða fyrir tónleikana. Maturinn þar var ágætur en ég verð nú samt að segja að mér finnst hann miklu betri á Hereford hér heima – aðallega af því það var hreinlega ekki hægt að fá neina sósu með steikinni þar og það náttlega féll ekki vel í kramið hjá mér, sósukonunni sjálfri. En tónleikarnir voru hreint út sagt æðislegir. Ég byrjaði að dansa um leið og fyrstu tónarnir ómuðu og hætti varla fyrr en við fórum heim um 3 leytið – enda var ég orðin vel þreytt í fótunum. Þetta var alveg æðislega gaman. Reyndar frekar fyndið því maður var staddur í Kaupmannahöfn á tónleikum með Sálinni og það voru ekkert nema Íslendingar þarna!!

En svo var nú bara haldið heim á leið á Sunnudeginum. Ég held að allir hafi verið mjög ánægðir með ferðina og það er stefnt á aðra borgarferð á næsta ári. En og aftur ferðafélgar (ef þið sjáið þetta) takk fyrir stórkostlega ferð og mikið lifandi skelfing var gaman að vera með ykkur. Rosalega leggst svo kvöldið vel í mig!!!

3 Comments:

  • At 1:36 AM, Anonymous Anonymous said…

    This comment has been removed by a blog administrator.

     
  • At 1:37 AM, Anonymous Anonymous said…

    This comment has been removed by a blog administrator.

     
  • At 5:30 AM, Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said…

    Frábært að fá þig inn í bloggheima aftur..
    Mikið væri næs að komast aðeins svona í burtu en það er víst ekki á boðstólum í bili. Maður getur þó alltaf vonað!

     

Post a Comment

<< Home