Hitti goðin mín!!!!
Jæja, tónleikarnir voru auðvitað bara geðveikir! Þetta var alveg hryllilega gaman. Við Daddi fórum með Baldri og Guðrúnu, vorum nokkuð nálægt sviðinu alveg fyrir miðju. Ég fékk sko þvílíka gæsahúð þegar goðin stigu á svið og átti bara erfitt með að trúa að ég stæði svona nálægt þeim mönnum sem ég var svo ástfangin af fyrir 25 árum síðan - en þetta var nú bara rétt byrjunin skal ég segja ykkur! Þeir tóku fullt af gömlum og góðum lögum ásamt fullt af nýju efni og enduðu tónleikana með þvílíkum stæl með Girls on Film og Rio - sem var æði. Eftir tónleikana vorum við orðin frekar svöng, því við höfðum ætlað að fá okkur eitthvað að borða saman fyrir tónleikana en það varð svo hreinlega ekki tími til þess, þannig að við fórum aðeins í bæinn. Verð nú að segja að það fór nú asskoti vel um okkur í BMWinum "hennar Guðrúnar", hehehe... þetta er alveg æðislegur bíll hjá þeim - algjör drossía sko! En allavega, við fórum fyrst á Cafe Paris, en þar var eldhúsið lokað, þannig að við röltum yfir á Kaffibrennsluna, en þar var eldhúsið lokað - þannig að við ákváðum fyrir rest að skella okkur á Bæjarins bestu, fá okkur pylsu og setjast svo inn einhversstaðar og fá okkur eitt rauðvínsglas og spjalla saman. Við gerðum það, fengum okkur pylsur með öllu og kók og röltum svo yfir götuna á nýjan stað sem heitir Salt og er hluti af nýja Radisson SAS hótelinu í Eimskipahúsinu. Og hvað haldiði - þarna sátum við í rólegheitum (þetta er frekar lítill staður og það voru ca. 10 manns þarna inni) og inn kemur öll hersingin af Duran Duran. Ég hreinlega vissi ekki hvert ég ætlaði - það var alveg ótrúlegt að sjá þá svona "up close and personal". Við röltum til þeirra, tókum í höndina á Simon Le Bon og þökkuðum fyrir alveg stórkostlega tónleika! Þannig að þetta var alveg svakalega flott kvöld!
Annars er ég nú bara búin að liggja mikið í bælinu. Mér tókst að nappa mér í alveg skelfilega flensku - fékk hita, hálsbólgu og var uppstífluð. Ég var svo stífluð á fimmtudagskvöldinu áður en ég fór á tónleikana, en hún Guðrún er svo mikill snillingur og hefur ráð við öllu, sagði mér að taka Íbúfen. Ég var reyndar nýbúin að taka tvær paracetamól töflur, tók svo líka Íbúfen, drakk einn bjór og leið bara svona líka asskoti vel á tónleikunum, en var reyndar alveg raddlaus daginn eftir. Ég var alveg svakalega hás þegar ég var að tala við Simon Le Bon, sem hefur eflaust haldið að ég hafi sungið svona mikið á tónleikunum, hehehe....
En allaveg nóg í bili. Kossar og knús!
Annars er ég nú bara búin að liggja mikið í bælinu. Mér tókst að nappa mér í alveg skelfilega flensku - fékk hita, hálsbólgu og var uppstífluð. Ég var svo stífluð á fimmtudagskvöldinu áður en ég fór á tónleikana, en hún Guðrún er svo mikill snillingur og hefur ráð við öllu, sagði mér að taka Íbúfen. Ég var reyndar nýbúin að taka tvær paracetamól töflur, tók svo líka Íbúfen, drakk einn bjór og leið bara svona líka asskoti vel á tónleikunum, en var reyndar alveg raddlaus daginn eftir. Ég var alveg svakalega hás þegar ég var að tala við Simon Le Bon, sem hefur eflaust haldið að ég hafi sungið svona mikið á tónleikunum, hehehe....
En allaveg nóg í bili. Kossar og knús!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home