Local nuts for sale

Tuesday, May 24, 2005

Leyndardómur upplýstur!

Bara svona rétt til að láta ykkur vita að leyndardómurinn um lögregluvaktina upplýstist í gær. Við mamma fórum og spurðum konuna sem á íbúðina okkar (hún og maðurinn hennar eru húsverðir hérna í blokkinni og eru alveg yndisleg bæði tvö) af hverju það væru lögregluþjónar fyrir utan hjá okkur. Hún sagði að þetta væri "n'est pas grav" (ekkert alvarlegt) heldur væri þetta af því að það væri einhver "piu importante" (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað, en þýðir allavega mjög merkilegur) sem byggi í blokkinni. Hann/hún hlýtur þó að vera nýfluttur inn því þeir birtust bara um helgina. Ég er alveg að farast úr forvitni að vita hver þetta er! Læt ykkur vita ef ég kemst að því!

3 Comments:

  • At 4:01 AM, Anonymous Anonymous said…

    Un peu importante?
    Þórdís

     
  • At 8:10 AM, Blogger Guðrún Mary said…

    Klikkar ekki á því skvís! Þarf aðeins að bæta frönskuna, viðurkenni það alveg, hehehe...

     
  • At 3:21 PM, Anonymous Anonymous said…

    getur ekki verið að Löggan hafi haldið að ég væri þarna ennþá?

     

Post a Comment

<< Home