Helgin framundan!
Jæja, þá erum við komnar með netið og kapalsjónvarpið heim. Eigandinn kom á miðvikudaginn ásamt strák frá Canal plus fyrirtækinu til að tengja. Það gekk eitthvað erfiðlega hjá þeim en svo var allt komið rúmum þremur tímum seinna! Nú er ég með Internetið, Skypið (sem ég ætla að nota villt og galið) og svo um 500 sjónvarpsstöðvar. Það er nú samt alveg ótrúlegt hvað maður getur setið fyrir framan sjónvarpið og flakkað í gegnum 500 stöðvar og ekki fundið neitt til að horfa á. Alveg með ólíkindum. Annars þarf ég örugglega bara að kynna mér dagskrána aðeins betur. Maður getur flakkað og flakkað og lent á auglýsingum á 350 stöðvum sem er auðvitað lítið spennandi. En það eru reyndar ekki allar stöðvarnar sem eru með ensku tali. Svo eru um 15 mismunandi tónlistarstöðvar, 10 bíórásir og um 10 teiknimyndarásir. Ég hlýt nú að geta fundið eitthvað til að horfa á um helgina!
Á mánudaginn ætla ég að vera í fríi, þannig að það er sko löng og góð helgi framundan. Á mánudaginn stefni ég á að láta verða af því að fara í dýragarðinn með henni Melkorku ef veður leyfir. Það er búið að rigna núna í tvo daga, en fer vonandi að stytta upp. Kannski maður kíki svo í bókabúðina góðu á sunnudaginn og nær í eitthvað lesefni. Annars sjáum við til hvernig þetta þróast.
En nóg í bili. Læt heyra í mér um helgina. Kossar og knús!
Á mánudaginn ætla ég að vera í fríi, þannig að það er sko löng og góð helgi framundan. Á mánudaginn stefni ég á að láta verða af því að fara í dýragarðinn með henni Melkorku ef veður leyfir. Það er búið að rigna núna í tvo daga, en fer vonandi að stytta upp. Kannski maður kíki svo í bókabúðina góðu á sunnudaginn og nær í eitthvað lesefni. Annars sjáum við til hvernig þetta þróast.
En nóg í bili. Læt heyra í mér um helgina. Kossar og knús!
3 Comments:
At 5:19 AM, Anonymous said…
hæhæ - hvernig var hafið ?
kv daddi
At 7:18 AM, Þórdís Huldu og Guðmundar said…
Til hamingju með nettenginguna og sjónvarpið.
At 12:11 PM, Guðrún Mary said…
Takk fyrir bæði tvö. Það var rosalega gaman að horfa á Hafið. Eins og mér fannst hún hundleiðinleg þegar ég sá hana í bíó fannst mér mjög gaman að horfa á hana í gær. Flokkast kannski undir heimþrá :-(
Post a Comment
<< Home