Local nuts for sale

Monday, April 11, 2005

Ísdrottning!

Þið sem þekkið mig vel vitið að ég hef aldrei verið mikið gefin fyrir ís. Mér hefur aldrei fundist hann góður eða gaman að borða hann. Það kemur einstaka sinnum fyrir að mig langar í ís, en þá er ég yfirleitt með hálsbólgu sem kallar á eitthvað kælandi – og þá er það helst grænn frostpinni sem heillar mig. Ég hef nú alltaf verið frekar fegin að vera ekki sólgin í ís eins og svo margir virðast vera, því nógu veik er ég fyrir öðrum hlutum sem betra væri að geta sleppt. Ég hef meira að segja verið nokkuð stolt af því að geta afþakkað ís þegar mér er boðið upp á hann og geri svo miskunnarlaust grín að öðrum sem eru veikir fyrir honum. En nú er mér skapi næst að hafa uppi á honum Hr. Haagen-Dazs og lesa honum reiðipistilinn því ég er sko laglega svekkt út í hann. Ég er komin með svo mikið æði fyrir þessum ísum að það hálfa væri sko hellingur. Þá er ég að tala sérstaklega um Caramel Cream, Caramel Brownie og Cookies and Cream. Við Melkorka sláumst yfirleitt um Caramel Cream ísinn ef það er lítð eftir af honum - ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að hún er bara fjögurra ára en ég gef mig sko ekki í þeirri baráttu skal ég segja ykkur! Það ætti að banna þennan ís og gera hann ólöglegan í alla staði! Við sitjum stundum saman heima á kvöldin, kynslóðirnar þrjár, og étum beint upp úr dollunum og erum þá helst með þrjár tegundir í gangi. Það er reyndar algjört æði, þó að vigtin fái laglega að finna fyrir því.

En annars var helgin bara góð. Fórum í smá búðarráp á laugardaginn og svo létt út að borða. Svo á sunnudaginn skelltum við okkur í W.H. Smith bókabúðina og keyptum þar fullt af breskum sunnudagsdagblöðum og slúður.

Fæ vonandi netið heim í dag eða á morgun. Kossar og knús.

2 Comments:

  • At 10:28 AM, Anonymous Anonymous said…

    hæ ástin mín
    hvað ertu orðin þung.
    hvað eyddir'ðu mikið í búðunum.

    nei, ég bara spyr.

    kveðja
    daddi gamli

     
  • At 12:25 PM, Blogger Guðrún Mary said…

    Þung? Ég? Held að þessi ískúr hafi bara grennandi áhrif á mig, svei mér þá. Trixið er að borða einn stóran skammt af Haagen-Dazs í hádeginu og svo ekkert meira það sem eftir er dags.... djók!
    Annars myndi ég nú ekki hafa svona miklar áhyggjur af buddunni minni... hvað kostar annars að spila golf á Spáni - nei, ég bara spyr?????

     

Post a Comment

<< Home