Lestatafir, umferðahnútar og kröfugöngur!
Ferðin heim úr vinnunni á þriðjudaginn var algör hörmung. Ég var búin að bíða eftir lestinni í rúman hálftíma ásamt fullt af öðru fólki, allir orðnir frekar pirraðir og þreyttir, svo kom tilkynning um það að það lægi steypuklumpur á lestarteinunum og lestirnar kæmust framhjá honum inn til Parísar og óvíst væri hvenær lestarferðir kæmust aftur í eðlilegt horf. Sem betur fer var önnur stelpa sem vinnur með mér líka að bíða þannig að við fórum aftur á skrifstofuna til að reyna að sníkja far inn til Parísar sem okkur tókst. Það ferðalag tók líka óratíma því umferðin var frekar mikil. Svo þegar við komum loksins inn í borgina lentum við í þvílíkum umferðarhnút við gatnaðarmót hjá Gare de Lyon stöðinni. Ég hef séð svona hnúta í bíómyndum en hélt að þeir væru stórlega ýktir, en svo er ekki – þetta var ótrúlegt. Fyrst var fullt af lögreglubílum sem stoppuðu alla umferð, svo hættu allir að virða ljósin þegar löggan var farin og allir fóru að troða sér og þetta var orðið að þvílíkri steypu, allir steytandi hnefum og gargandi út um gluggana! Ég sá að besti kosturinn fyrir mig var að fara bara út úr bílnum og labba spölinn sem eftir var, sem er leiðin sem ég labba á hverjum morgni. Bílstjórinn var sammála og sagði að ég yrði miklu fljótari þá leið. Ég fór út úr bílnum og arkaði af stað. Á leiðinni fór ég að taka eftir því að eftir því sem ég nálgaðist Nation torgið var alltaf meira og meira af löggum á ferð og búið var að loka öllum hliðargötum út frá aðalgötunni. Svo fór ég að heyra hróp og köll og trumbuslag. Og svo var ég allt í einu lent inn í miðja kröfugöngu. Þar var fullt af fólki sem veifaði Ísraelska fánanum og myndum af kuflklæddum konum. Einhver maður stóð á palli og hrópaði eitthvað við mikinn fögnuð göngumanna. Ég ákvað að forða mér bara og náði að koma mér í gegnum þvöguna og kom mér heim. Klukkan var orðin rúmlega átta þegar ég komst heim. Þvílíkt og annað eins.
En í gær var ég í fríi, sem var alveg frábært. Við mamma og Melkorka fórum í gærmorgun og keyptum nokkur dagblöð og smá snarl í hádegismatinn. Svo komum við heim og borðuðum og slökuðum aðeins á. Eftir hádegið fórum við svo upp á Nation í Casino supermarkaðinn og versluðum aðeins inn. Svo fékk Melkorka að fara í tívolítækið. Hún vildi endilega fara í Star Wars geimskutlu og þar gat hún ýtt á takka sem gerði það að verkum að skutlan skutlaðist upp í loft sem henni fannst alveg svakalega gaman. Þetta sló alveg í gegn hjá henni og hún fékk að fara tvisvar. Svo fórum við út í garð að leika okkur. Tókum með okkur boltann hennar og sápukúlur sem við keyptum út í búð. Hún er alltaf svo treg við að fara út í garð að leika en svo þegar hún er komin út hleypur hún út um allt eins og berserk, skríkjandi af gleði og neitar svo að koma inn! Þegar við komum inn hélt ég áfram að reyna koma þessu fjárans DVD-kids tæki sem Daddi kom með handa Melkorku í gang – en ég bara fæ ekki skrattann til að virka. Öll píp sem eiga að gefa til kynna að tækið sé rétt stillt eru í lagi, en það virkar samt ekki. Ég var að verða geðveik! En ég ætla satm að halda áfram að reyna í kvöld þegar ég fer heim – læt þetta tæki sko ekki sigra mig!
En nú fæ ég vonandi netið heim á mánudaginn og hlakka mikið til. Þá verð ég komin með Skypið og get farið að hringja í alla sem ég þekki og sakna! Það verður sko æði!
En í gær var ég í fríi, sem var alveg frábært. Við mamma og Melkorka fórum í gærmorgun og keyptum nokkur dagblöð og smá snarl í hádegismatinn. Svo komum við heim og borðuðum og slökuðum aðeins á. Eftir hádegið fórum við svo upp á Nation í Casino supermarkaðinn og versluðum aðeins inn. Svo fékk Melkorka að fara í tívolítækið. Hún vildi endilega fara í Star Wars geimskutlu og þar gat hún ýtt á takka sem gerði það að verkum að skutlan skutlaðist upp í loft sem henni fannst alveg svakalega gaman. Þetta sló alveg í gegn hjá henni og hún fékk að fara tvisvar. Svo fórum við út í garð að leika okkur. Tókum með okkur boltann hennar og sápukúlur sem við keyptum út í búð. Hún er alltaf svo treg við að fara út í garð að leika en svo þegar hún er komin út hleypur hún út um allt eins og berserk, skríkjandi af gleði og neitar svo að koma inn! Þegar við komum inn hélt ég áfram að reyna koma þessu fjárans DVD-kids tæki sem Daddi kom með handa Melkorku í gang – en ég bara fæ ekki skrattann til að virka. Öll píp sem eiga að gefa til kynna að tækið sé rétt stillt eru í lagi, en það virkar samt ekki. Ég var að verða geðveik! En ég ætla satm að halda áfram að reyna í kvöld þegar ég fer heim – læt þetta tæki sko ekki sigra mig!
En nú fæ ég vonandi netið heim á mánudaginn og hlakka mikið til. Þá verð ég komin með Skypið og get farið að hringja í alla sem ég þekki og sakna! Það verður sko æði!
3 Comments:
At 5:21 AM, Þórdís Huldu og Guðmundar said…
Ef þú færð ekki DVD kids til að virka gætirðu prófað að senda Myndform tölvupóst, myndform@myndform.is
Þeir eru að dreifa þessu.
At 6:29 AM, Guðrún Mary said…
Ætla að argast í þessu áfram í kvöld en ef það gengur ekki þá sendi ég á þá póst á morgun.
At 10:50 AM, Anonymous said…
HÆ ástin mín
Sendu endilega póst á þá -
hringdu nú í kallinn á morgun - verð að fara að heyra í þér.
lov jú og litluna okkar. Knúsaðu svo G frá okkur Emmu, hún biður líka rosalega vel að heilsa þér og MM.
daddi
Post a Comment
<< Home