Stórverslanir, mannmergð og steikjandi hiti!
Fyrirsögnin lýsir bara ágætlega helginni hjá okkur. Við tókum mjög góðan göngutúr á laugardaginn og löbbuðum að Galeries Lafayettes sem tók okkur um einn og hálfan tíma. GL er stór verslun á 6 hæðum með fatnaði, húsbúnaði, leikföngum og fleira og er alveg svakalega flott. Það var víst þar sem að eiginkona Mugabe eyddi þremur dögum þegar þau hjónin voru í opinberri heimsókn hér í Frakklandi og eyddi víst 5 ára peningabirgðum landsins. Við brunuðum auðvitað beint í gígantísku dótabúðina sem nær yfir alla fimmtu hæðina með Melkorku sem vissi svo ekki hvar hún átti að byrja eða hvernig hún ætti að vera. Hún æddi út um allt og sagði “vá sjáðu vá sjáðu vá sjáðu” aftur og aftur. Við vorum orðnar ansi þreyttar eftir ca. klukkutíma og fórum á McDonlds sem er á fjórðu hæðinni og fengum okkur að borða. Þegar við vorum búnar þar var orðið svo stappað af fólki í versluninni, loftlaust og hryllilegt að við fórum bara aftur í dótabúðina og fjárfestum í Playmo kastalanum sem búið var að lofa Melkorku. Hún græddi líka eitthvað af húsgögnum í kastalann og þrjú dýr í safnið. Við örkuðum svo út úr búðinni og tókum leigubíl heim með góssið.
Þegar heim var komið tók svo við 5 klukkutíma vinna við að setja saman hinn langþráða kastala. Þetta var alls ekki erfitt en mjög tímafrekt, fullt af litlum töppum sem þurfti að smella í til að koma honum saman. Ég er líka löngu hætt að skilja þetta skipulag þeirra Playmo manna um hvernig raðað er í pokana. Þetta er allt á víð og dreif í einhverum 20 pokum – í staðinn fyrir að setja allt sem viðkemur fyrstu hæðinni í einn poka, hæð tvö í annan poka og svo framvegis! Ef ég er einhverntímann rekin frá SH á ég mér þann draum að fá vinnu hjá Playmobil við endurskipulagninu á pökkunardeildinni – ég held að ég yrði mjög vinsæl eftir það hjá mörgum foreldrum! En Melkorka hoppaði um í kringum mig og reyndi eftir bestu getu að hjálpa mömmu sinni við smíðin, bætti hlutum við hér og þar og vildi endilega opna alla poka og rugla öllum hlutum saman. Svo þegar ég dæsti og sagði “æ Melly” í pirruðum tón sagði hún alltaf “láttu mig ekki trufla þig” með bros á vör. Ég held að þetta sé eitthvað sem Lína Langsokkur segir við kennarann þegar hún mætir í skólann! En þetta gekk allt að lokum – og kastalinn er nú kominn í litla leikhornið í stofunni og er mjög vinsæll. Aðalleikurinn hefur verið að stóra nautið kemur og rænir kóngsa og drottningu og felur þau einhversstaðar og svo fer riddarinn og frelsar þau!
Á sunnudaginn tók svo við meira labb og svei mér þá ef ég hef ekki misst allavega þrjú kíló eftir allt þetta labb um helgina verð ég illa svekkt! Við löbbuðum að Rue de Rivoli sem er ein aðalverslunargatan hér. Þar er líka Louvre safnið og þar röltum við aðeins í gegnum svæðið en fórum þó ekki inn í sjálft safnið – Móna Lísa verður að bíða betri tíma. En við vorum heillengi að rölta um og skoða í glugga í steikjandi hita. Við fundum þar enska bókabúð og keyptum smá birðgir af tímaritum til að lesa. Þar var líka svakalega flott barnabókadeild og Melkorka var heillengi þar að lesa og skemmta sér. Hún er alveg rosaalega góð og dugleg í öllu þessu labbi, situr bara alsæl í kerrunni sinni og fylgist með mannlífinu. Stundum hlustar hún á Línu og fólki virðist vera mikið skemmt við að sjá hana í kerrunni sinni með headphonin á hausnum. Hún syngur stundum líka með hástöfum sem skemmtir fólki ennþá meira.
En ég er loksins búin að fá tölvuna mína og svo kemur víst einhver maður til að tengja netið heim í kvöld, þannig að þá get ég verið dugleg að skrifa á kvöldin líka. En ég læt þetta duga í bili og læt heyra í mér fljótlega aftur. Verið dugleg við að kommenta á þessi skrif mín, það er alltaf svo gaman að sjá hvernig lesa. Annars er eitthvað erfitt að eiga við þetta kommenta kerfi víst, einhverjir hafa lent í vandræðum. Þórdís – ef þú hefur einhver tips handa mér um hvernig ég get sett upp kerfi eins og er hjá þér væri það rosalega vel þegið! Kossar og knús!
Þegar heim var komið tók svo við 5 klukkutíma vinna við að setja saman hinn langþráða kastala. Þetta var alls ekki erfitt en mjög tímafrekt, fullt af litlum töppum sem þurfti að smella í til að koma honum saman. Ég er líka löngu hætt að skilja þetta skipulag þeirra Playmo manna um hvernig raðað er í pokana. Þetta er allt á víð og dreif í einhverum 20 pokum – í staðinn fyrir að setja allt sem viðkemur fyrstu hæðinni í einn poka, hæð tvö í annan poka og svo framvegis! Ef ég er einhverntímann rekin frá SH á ég mér þann draum að fá vinnu hjá Playmobil við endurskipulagninu á pökkunardeildinni – ég held að ég yrði mjög vinsæl eftir það hjá mörgum foreldrum! En Melkorka hoppaði um í kringum mig og reyndi eftir bestu getu að hjálpa mömmu sinni við smíðin, bætti hlutum við hér og þar og vildi endilega opna alla poka og rugla öllum hlutum saman. Svo þegar ég dæsti og sagði “æ Melly” í pirruðum tón sagði hún alltaf “láttu mig ekki trufla þig” með bros á vör. Ég held að þetta sé eitthvað sem Lína Langsokkur segir við kennarann þegar hún mætir í skólann! En þetta gekk allt að lokum – og kastalinn er nú kominn í litla leikhornið í stofunni og er mjög vinsæll. Aðalleikurinn hefur verið að stóra nautið kemur og rænir kóngsa og drottningu og felur þau einhversstaðar og svo fer riddarinn og frelsar þau!
Á sunnudaginn tók svo við meira labb og svei mér þá ef ég hef ekki misst allavega þrjú kíló eftir allt þetta labb um helgina verð ég illa svekkt! Við löbbuðum að Rue de Rivoli sem er ein aðalverslunargatan hér. Þar er líka Louvre safnið og þar röltum við aðeins í gegnum svæðið en fórum þó ekki inn í sjálft safnið – Móna Lísa verður að bíða betri tíma. En við vorum heillengi að rölta um og skoða í glugga í steikjandi hita. Við fundum þar enska bókabúð og keyptum smá birðgir af tímaritum til að lesa. Þar var líka svakalega flott barnabókadeild og Melkorka var heillengi þar að lesa og skemmta sér. Hún er alveg rosaalega góð og dugleg í öllu þessu labbi, situr bara alsæl í kerrunni sinni og fylgist með mannlífinu. Stundum hlustar hún á Línu og fólki virðist vera mikið skemmt við að sjá hana í kerrunni sinni með headphonin á hausnum. Hún syngur stundum líka með hástöfum sem skemmtir fólki ennþá meira.
En ég er loksins búin að fá tölvuna mína og svo kemur víst einhver maður til að tengja netið heim í kvöld, þannig að þá get ég verið dugleg að skrifa á kvöldin líka. En ég læt þetta duga í bili og læt heyra í mér fljótlega aftur. Verið dugleg við að kommenta á þessi skrif mín, það er alltaf svo gaman að sjá hvernig lesa. Annars er eitthvað erfitt að eiga við þetta kommenta kerfi víst, einhverjir hafa lent í vandræðum. Þórdís – ef þú hefur einhver tips handa mér um hvernig ég get sett upp kerfi eins og er hjá þér væri það rosalega vel þegið! Kossar og knús!
2 Comments:
At 7:07 AM, Þórdís Huldu og Guðmundar said…
Ég nota kommentakerfi frá haloscan.com
Maður skráir sig inn hjá þeim og fær svo kóda til að setja inn í blogg templatið (frábær íslenska, ekki satt!)
En mér skilst að fólk hafi líka lent í veseni með að komast inn á það, fer líklega eftir því hvað álagið er mikið hjá Haloscan.
At 1:27 AM, Anonymous said…
Hæ ástin mín - gott að nóg er að gera.
Gott að ég er að koma til að passa þig í búðunum.
ástarkveðja daddi
Post a Comment
<< Home