Local nuts for sale

Friday, March 18, 2005

Saumaskapur

Hvað haldiði að ég sé farin að gera? Jú, ég er sko farin að sauma. Ég keypti stafrófabangsamynd í hannyrða verslun sem við mamma rákumst á um daginn og byrjaði að sauma í gær. Þetta verður ægilega gaman - að sitja á kvöldin í rólegheitum, með rauðvínsglas og saumadótið, ég tala nú ekki um þegar maður getur setið úti á svölum á kvöldin. Hér þarf ég ekki að glíma við það vandamál að festast inni í sjónvarpinu eins og heima, allavega enn sem komið er, því allt er á frönsku. Melkorka horfir þó á barnaefnið á morgnanna og hefur mikið gaman af því að herma eftir frönskunni. Svo kemur hún og bullar við mann og spyr hvort ég skilji það sem hún er að segja, þegar ég svara því neitandi segir hún að það sé ekki nema von því hún sé að tala frönsku! En þetta stendur víst til bóta þar sem við erum að fá kapal sjónvarp og fáum þá fullt af skiljanlegum stöðvum og þá get ég lagst aftur í sjónvarpsgláp.

En í gær fórum við á írska veitingastaðinn og fengum okkur að borða þar. Ég get nú ekki sagt að þar hafi verið neitt svakalega mikil írsk stemning. Það eina sem minnti á Írland var græna sjálflýsandi hálsmenið sem þjónninn var með um hálsinn og Guiness auglýsingarnar sem voru á glugganum. En þetta var samt ágætt. Við fengum fínt borð við gluggann og horfðum á iðandi mannlífið. Melkorka flörtaði mikið við mann sem sat fyrir utan gluggann. Hún borðaði matinn sinn, skinku og franskar, af bestu lyst. Við mamma fengum okkur nautakjöt á teini, með piparsósu og frönskum og drukkum rauðvín með. Nautakjötið var ágætt á bragðið en það var asskoti erfitt að tyggja það. Við fengum okkur svo Creme Brulee í eftirrétt og Melkorka fékk sér ís. Creme Bruleeið var alveg svakalega gott og eftir að Melkorka fékk að smakka hjá okkur var hún fljót að gleyma ísnum sínum. Hún fékk svo að fara í tívolí tæki sem er þarna á torginu og gleðisvipurinn á henni þegar hún sat í brunabíl og fór hring eftir hring var alveg dásamlegur. Við stefnum þangað aftur í kvöld. Svo röltum við torgið heim og rákumst á litla búð sem selur smávegis af dóti og húsbúnaði. Þar var mikið af fallegum hlutum og ég keypti 6 espresso bolla, undirskálar og statíf á 10 evrur sem mér fannst alveg rosalega góð kaup. Bollarnir eru hvítir með rauðri rós og ofsalega fallegir. Ég á eflaust eftir að kaupa meira í stíl. Melkorka fékk annað dýr í safnið sitt og að þessu sinni var glottandi hýena fyrir valinu.

Í hádeginu ætla ég að rölta út og reyna að kaupa mér létta skó til að þramma um í, þar sem við stefnum á mikið labb á morgun. Ég er búin að læra að segja 37 "trent sept" sem er auðvitað skóstærðin mín eða þá 38 sem ég held að sé "trent huit", þannig að þetta ætti allt að reddast! Heyri í ykkur síðar. Kossar og knús!

5 Comments:

  • At 3:47 AM, Anonymous Anonymous said…

    HÆ ástin mín!

    Nú verð ég að koma út og stoppa þig af. Það eina sem talað er um er áfengi og eyðsla.

    Passaðu þig - þú ferð á skilorð ef þú bætir ekki ráð þitt.

    Kveðja frá forstjóra og starfandi stjórnarformanni heimilisins

     
  • At 3:47 AM, Anonymous Anonymous said…

    This comment has been removed by a blog administrator.

     
  • At 4:24 AM, Blogger Guðrún Mary said…

    Dúllan mín!
    Commentið þitt kom inn tvisvar þannig að ég eyddi því síðara út - óþarfi að æsa sig og vera að endurtaka sig sko! En hér kostar rauðvínsflaskan aðeins 320 kr þannig að í rauninni er ég að spara :-)
    Keypti enga skó - en mér tókst að kaupa mér langloku með kjúklingi sem mér finnst mikið afrek.
    Love you.

     
  • At 3:37 AM, Anonymous Anonymous said…

    hæ hæ Guðrún mín, ég var nú búin að reyna að comment hér en það bara komst ekki til skila, ætla að reyna einu sinni.. allavega finnst mér alveg frábært að geta fylgst með þessu ævintýri ykkar!! vertu dugleg að skrifa, nú kíki ég hingað inn á hverjum degi til að fá nýjar fréttir frá Paris...:)
    finnst ég vera að upplifa Paris í gegnum þig..hí hí
    Kysstu Melkorku stóran koss frá mér og ég bið að heilsa mömmu þinni. Hafið það sem allra best, kveðja Dóra

     
  • At 12:52 PM, Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said…

    Gott gengi í bróderíinu. Ég sjálf er enn að sauma mynd sem ég byrjaði á 1999 og er enn ekki búin.
    Kannski þarf ég bara að drekka meira rauðvín með saumaskapnum ;)

     

Post a Comment

<< Home