Local nuts for sale

Monday, February 28, 2005

Ég hlýt að vera.....

....versti bloggari ever! Af hverju get ég ekki gefið mér oftar tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur? Svo eftir því sem lengra líður finnst mér ég hafa svo mikið sem ég þurfi að segja og nenni þá ekki að setjast niður og skrifa. En nú ætla ég að reyna að bæta mig!
Ég held að ég hafi átt eftir að skrifa um kvöldið sem við fórum á hótel Holt að borða, þ.e. sunnudaignn fyrir viku síðan! En það var allavega rosalega gaman - við Daddi fórum með Úlla, Stínu og Kristó og fengum hreint út sagt æðislegan mat af Food and Fun seðlinum. Svo er bara líka alltaf svo gaman að fara út að borða í góðra vina hópi.
Á laugardagsköld fór ég út að borða með Möggu - við skelltum okkur á Þrjá frakka og fengum þar dýrindis smálúðuflök með humri í humarsósu! Svo ætluðum við nú aldeilis að taka næturlífið með trukki og stóðum okkur svo vel að við vorum komnar heim rétt upp úr 1. Það var nú ekki sökum ofdrykkju eða neitt svoleiðis þar sem við vorum mjög stilltar og prúðar, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum bara þreyttar. Það var nú bara þrjóskan sem hélt okkur gangandi alveg til kl. 1 því Magga hélt því fram að við gætum hreinlega ekki verið þekktar fyrir að fara heim fyrr!
En allaveg ég stóð mig vel í morgun, vaknaði 6.30 og tók hálftíma brennslu á Orbitrekkinu góða. Tíminn var mjög fljótur að líða því The Hulk var á Bíórásinni og þessi hálftíma bútur sem ég náði að horfa á var alveg stórmerkilegur - ég verð að láta verða af því að sjá myndina í heild sinni bráðum!

2 Comments:

  • At 7:26 PM, Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said…

    Þú ert prýðilegur bloggari.
    Og innilegar þakkir til þín og til Lilju að stappa stálinu í mig í kvöld. Þú hringdir akkúrat á rétta augnablikinu, þegar það var berlega að koma í ljós að maskarinn var ekki waterproof!

     
  • At 12:37 AM, Anonymous Anonymous said…

    Takk fyrir það elskan.
    Svo veit ég að þið eigið eftir að hafa það svo yndislegt þegar þið eruð loks komin á áfangastað

     

Post a Comment

<< Home