Local nuts for sale

Tuesday, March 15, 2005

Jæja þá!

Hér kemur þá fyrsti pistillinn frá París! Við lentum heila á húfi á föstudaginn í skítakulda. Íbúðin er bara þó nokkuð góð - nema málningarlyktin sem hangir alltaf inni þrátt fyir ítrekaðar tilraunir til að opna alla glugga upp á gátt og viðra aðeins. Hún fer þó dvínandi núna held ég, þannig að þetta er allt að koma. Svalirnar eru mjög stórar og góðar og svo er auðvitað góður garður líka með stórri rennibraut og einhverju klifurtæki. Melkorka er búin að vera í essinu sínu hérna, hleypur um alla íbúðina á fullu spani því þar er mikið pláss. Hún er nú reyndar búin að skella sér tvisvar sinnum þó nokkuð illa á höfuðið, það féllu mörg tár og sár grátur sem ég skil mjög vel enda harðir skellir!
Í dag er fyrsti dagurinn minn í vinnunni og Melkorka og G eru bara heima saman að dúlla sér. Þær eru víst búnar að fara út að leika og fara í göngutúr. Svo ætla þær að labba á brautarstöðina og taka á móti mér þegar ég kem. Melkorka veit að ég kem færandi hendi heim því ég fór og keypti nýjan DVD spilara í hádeginu - alveg ágætis spilara á 59 evrur, svo er bara að ná að tengja hann í kvöld. Veðrið fer batnandi líka og það er alveg ágætis veður í dag. Ég labbaði á brautarstöðina Gare de Lyon í morgun til að taka lestina í vinnuna. Ég er ca. 20 mínútur að labba að stöðinni, það er samt önnur stöð sem er ca 5 mín labb frá íbúðinni þar sem ég get tekið lest að Gare de Lyon stöðinni (bara ein stöð á milli og tekur held ég um 5 mínútur), en þetta er samt góður göngutúr á morgnanna - kemur bara í staðinn fyrir Orbitrekkið mitt góða!

En nóg í bili - ég ætla að fara að drífa mig heim með DVD spilarann minn. Það verður munur þegar ég er komin með net tengingu heim - þá get ég bara setið í rólegheitum á kvöldin við tölvuna. Læt heyra í mér á morgun.

4 Comments:

  • At 3:09 PM, Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said…

    Gaman að heyra að allt hefur gengið vel.
    Hvar ertu, hjá St.Vincennes?

     
  • At 8:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    Bara svo að þú vitir að það eru fleiri en´"Þórdís Elskan" að lesa þetta, gangi ykkur vel.

    Kv, Þórir

     
  • At 1:03 AM, Blogger Guðrún Mary said…

    Gaman að heyra að fleiri lesa!!
    Ég er rétt hjá Nation torginu, en labba alla morgna niður á Gare de Lyon sem er um 20 mín. Ég á eftir að kanna hvernig ég komist milli Nation og Gare de Lyon. Geri það í næstu viku þegar ég er orðin aðeins djarfari:-)

     
  • At 10:47 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ ástin mín - ekki það að ég hafi ekki vitað að allt hafi gengið vel. Meir svona til að láta þig vita að ég fygist með þér og þú skrifir ekki eitthvað sem ég má ekki sjá.

    Kysstu og knúsaðu Melkorku mína og G líka.

    Kveðja
    Daddi

     

Post a Comment

<< Home