Klikkað fólk og líkamsrækt (ekki saman þó!)
Fólkið uppi er stórklikkað!!! Það hefur nú alltaf verið svolítið mikil læti á kvöldin frá þeim, þau ganga til dæmis um í klossum og færa til húsgögn um miðjar nætur. En í morgun var þetta orðið pínu scary! Kl. 07.20 í morgun byrjaði kallinn að garga, og hann gargaði og gargaði og gargaði á einhverju arabísku máli. Hann öskraði svo hátt og mikið og var greinilega að hundskamma konuna sína. Inná milli heyrðist svo aðeins í henni, ekki hátt þó. Þetta var sko algjör hryllingur. Svo er alltaf spurning hvað maður á að gera. Á maður að fara upp og berja kurteisislega á dyrnar og biðja hann um að hafa aðeins lægra? Eða á maður að fara upp og biðja hann um að vera nú aðeins blíðari við konuna sína? Eða á maður bara að nota kústskaftið og berja í loftið? Maður er bara skíthræddur við að fá eitthvað verra á móti!!
En morguninn hér í vinnunni fór í það að bera kassa. Það kom sending af bréfsefnum og umslögum, ca. 70 kassar eða svo, akkúrat daginn sem lyftan er biluð. Við erum á fjórðu hæðinni, sem er í rauninni fimmta hæð því hæðin þar sem þú gengur inn er alltaf 0, þannig að við þurftum að bera allt draslið upp fimm hæðir og það tók nú aldeilis á skal ég segja ykkur. Við vorum 5 að bera þetta, en bara tvær stelpur. Hin stelpan sem var að bera er einhver stórmeistari í karate og er í hörku formi. Hún tók alltaf fjóra kassa og virtist ekki blása úr nös. Ég gat auðvitað ekki verið minni manneskja og tók mína fjóra kassa og hélt ég myndi hreinlega gefast upp á leiðinni. Ég fór þrjár ferðir – en tók reyndar bara 3 kassa í síðustu ferðinni. Þannig að leikfimi dagsins er sko aldeilis búin. Annars er það að frétta af líkamsræktarstöðinni þar sem ég ætlaði að byggja upp vöðva í massavís að hún er að flytja - alveg týpískt. Ég þarf að kíkja upp á þak og sjá þennan æfingasal, gá hvort það eru einhver tæki þar. Ég sá nú reyndar hörkugott þrekhjól á 159 evrur sem ég kannski skelli mér á. Ég gæti til dæmis sett það úti á svalir og hjólað þar á sólskínsríkum morgnum!
En ég er í fríi á morgun og ætla að reyna að gera eitthvað skemmtilegt með henni Melkorku minni. Hún er frekar döpur eftir að pabbi hennar og Emma fóru og svo er ég aldrei komin heim fyrr en ca. 6.30, þannig að þetta er erfitt fyrir greyjið. Það er líka skelfilega erfitt koma svona seint heim á kvöldin og geta ekki notið þess alveg að vera með henni. Læt ykkur vita hvað við gerum skemmtilegt!
Kossar og knús.
En morguninn hér í vinnunni fór í það að bera kassa. Það kom sending af bréfsefnum og umslögum, ca. 70 kassar eða svo, akkúrat daginn sem lyftan er biluð. Við erum á fjórðu hæðinni, sem er í rauninni fimmta hæð því hæðin þar sem þú gengur inn er alltaf 0, þannig að við þurftum að bera allt draslið upp fimm hæðir og það tók nú aldeilis á skal ég segja ykkur. Við vorum 5 að bera þetta, en bara tvær stelpur. Hin stelpan sem var að bera er einhver stórmeistari í karate og er í hörku formi. Hún tók alltaf fjóra kassa og virtist ekki blása úr nös. Ég gat auðvitað ekki verið minni manneskja og tók mína fjóra kassa og hélt ég myndi hreinlega gefast upp á leiðinni. Ég fór þrjár ferðir – en tók reyndar bara 3 kassa í síðustu ferðinni. Þannig að leikfimi dagsins er sko aldeilis búin. Annars er það að frétta af líkamsræktarstöðinni þar sem ég ætlaði að byggja upp vöðva í massavís að hún er að flytja - alveg týpískt. Ég þarf að kíkja upp á þak og sjá þennan æfingasal, gá hvort það eru einhver tæki þar. Ég sá nú reyndar hörkugott þrekhjól á 159 evrur sem ég kannski skelli mér á. Ég gæti til dæmis sett það úti á svalir og hjólað þar á sólskínsríkum morgnum!
En ég er í fríi á morgun og ætla að reyna að gera eitthvað skemmtilegt með henni Melkorku minni. Hún er frekar döpur eftir að pabbi hennar og Emma fóru og svo er ég aldrei komin heim fyrr en ca. 6.30, þannig að þetta er erfitt fyrir greyjið. Það er líka skelfilega erfitt koma svona seint heim á kvöldin og geta ekki notið þess alveg að vera með henni. Læt ykkur vita hvað við gerum skemmtilegt!
Kossar og knús.
2 Comments:
At 3:09 AM, Þórdís Huldu og Guðmundar said…
Eyrnatappar held ég að séu svarið og svo símanúmerið hjá löggunni ef í hart fer.
Aldrei skilið þessa kalla sem eru í því að garga á konurnar sínar. Sá einn vera að skamma konuna sína eins og hund hér í bíl fyrir utan Nóatún um daginn og finnst með ólíkindum að fólk skuli komast upp með þetta.
At 6:48 AM, Anonymous said…
hæ dúlla
búinn að lesa allt bloggið - elska ykkur og sakna mikið.
Heyri vonandi í þér á morgun, fimmtudag. Þú kyssir MM og mömmu þína og biddu MM að kyssa þig fyrir mig - síðan takið þið eitt hópfaðm fyrir Emmu.
Þinn Daddi
Post a Comment
<< Home