Local nuts for sale

Saturday, April 30, 2005

Brussel, innkaup og fleira!

Þá erum við komnar frá Brussel. Brussel er alveg ofsalega falleg borg. Sýningin var mjög skemmtileg og hefði ég alveg viljað geta gefið mér meira tíma þar. Gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki hitt lengi. Við Anna fórum út að dansa með nokkrum samstarfsfélögum á miðvikudagskvöldinu og höfðum ofsalega gaman af. Ótrúlegt hvað maður geta dansað miðað við hvað maður var þreyttur í fótunum. Við vorum nú samt komnar snemma heim, eitthvað um tvö leytið. En þetta var mjög gaman.

Það er orðið svakalega heitt hér. Í dag var 26 stiga hiti! Mamma, Melkorka og ég skelltum okkur í Monoprix súpermarkaðinn í morgun og versluðum inn fyrir vikuna. Það var nú frekar fyndið þegar við vorum að borga. Röðin gekk eitthvað hægt og ég kenndi aumingja fólkinu sem var í röðinni á undan okkur um, hélt það væri eitthvað svakalegt vesen á þeim. En svo kom röðin að okkur. Konan sem var á kassanum var heldur betur í slow motion. Hún renndi nokkrum vörum í gegn og allt í góðu með það. Svo komu eplin sem við vorum að kaupa. Konan snéri sér við og opnaði skáp sem var á bak við hana, tók þar fram rauða handtösku sem hún opnaði og tók upp gleraugu. Hún gekk svo frá töskunni, setti gleraugun á nefið á sér og skoðaði bókina til að tékka á hvaða númer væri á eplum. Þegar hún var búin að ná því, opnaði hún aftur skápinn, tók töskuna fram, tók af sér gleraugun og setti þau í töskuna og gekk svo frá töskunni aftur í skápinn. Og þessi rútína endurtók sig í hvert skipti sem einhver ávöxtur eða eitthvað grænmeti varð á vegi hennar. Ég átti alveg selfilega bágt með mig og stóð og flissandi eins og asni. En þetta var alveg ótrúlegt - að konan skuli hafa nennt þessu! Annars sem dæmi um verðlagningu get ég sagt ykkur að í fyrradag fór ég í litla súpermarkaðinn sem er hér á horninu og keypti: kornfleks, brauð, gúrku, 2 banana, skinku, feta ost, mjólk, 2 kjúklingabringur og eina rauðvínsflösku og borgaði fyrir þetta 20 evrur, sem eru um 1800 krónur!

Eftir hádegi löbbuðum við svo í Pere Lachaise kirkjugarðinn sem er hérna rétt hjá. Þar eru grafin til dæmis Edith Piaf, Oscar Wilde, Jim Morrison og Chopin. Þetta er gígantískur kirkjugarður og við náðum að skoða gröfina hans Chopin og gröfina hans Jim Morrison og flúðum svo heim úr steikjandi hitanum. Við tökum svo bara restina seinna. Á kortinu sem við fengum eru allar grafirnar listaðar upp og þar stendur að það sé einn Charles J. Chaplin grafinn. Er að spá hvort það sé hinn eina sanni Charlie Chaplin. Þarf að komast að því.

En nóg í bili. Fyrir ykkur sem hafið verið að skamma mig fyrir blögg leti (Daddi minn og Dóra!) þá skal ég vera duglegri á næstunni. Kossar og knús!

3 Comments:

  • At 1:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    alltaf gaman að heyra nýjar sögur frá Paris:)
    hef verið að hugsa mér hvað væri gaman að kíkja á ykkur í sumar.. við sjáum hvað setur!! já vertu dugleg að blogga, það er svo gaman að heyra hvað á daga ykkar drífur:)

     
  • At 6:25 AM, Anonymous Anonymous said…

    heyrðu við erum mikið að velta því fyrir okkur við mamma að kíkja á ykkur í Ágúst :0)
    hvernig er með gistingu þarna, eru dýr hótel eða? kannski gætum við leigt íbúð eða eitthvað.. endilega hafðu samband við mig á mailið mitt hallda@visir.is og spjöllum.. kveðja Dósla:)

     
  • At 4:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Það voru nú freistandi tilboð frá Terra Nova. Vikuferð til Parísar ásamt gistingu á tæpan 50.000 kall.
    Þórdís

     

Post a Comment

<< Home