Local nuts for sale

Wednesday, April 20, 2005

Dýragarðurinn!

Jæja, þá er ég sest við skriftir. Í gær skelltum við okkur í dýragarðinn. Hann var bara nokkuð góður, nema að það vantaðir heilan helling af dýrum! Það vantaði meðal annars fílana, ljónin, tígrisdýrin og birnina. Það var reyndar skilti á einu búrinu sem á stóð að vegna tæknilegra ástæða gæti verið að sum dýrin væru ekki sjáanleg! Ég fatta nú reyndar ekki alveg hvaða tæknilegar ástæður gætu verið fyrir því að dýrin létu ekki sjá sig! En það var samt mjög gaman. Melkorka var í essinu sínu og hljóp um eins og lamb í haga. Hún klappaði geitunum og gaf þeim gras að borða. Svo sáum við lamadýr, zebrahesta, apa, flamingófugla, flóðhest og fullt af gíröffum. Merkilegast voru þó fjallageiturnar. Þær voru efst uppi í gígantískum kletti sem reistur er í garðinum og voru bara á röltinu eins og ekkert væri. Ég hafði nú mestar áhyggjur af því að fá eina á hausinn þegar ég labbaði framhjá. Annars heyri ég um daginn frekar ógeðfellda sögu sem gerðist í dýragarðinum fyrir nokkrum árum síðan. Eitt kvöldið þegar búið var að setja öll dýrin inn í húsin sín eins og gengur og gerist á hverju kvöldi eftir lokun kom ræstingarfólkið og byrjaði að þrífa. Einn mannanna fór inn í ljóngryfjuna eins og hann var vanur en þegar hann byrjaði að sópa þar komst hann að því að það hafði gleymst að setja eitt ljónið inn í húsið. Þið getið alveg ímyndað ykkur hvernig fór fyrir aumingja manninum!

En helgin var líka bara mjög fín. Á sunnudaginn fórum við okkar vikulega túr í bókabúðina og keyptum nokkur blöð. Á leiðinni heim fórum við inn á Ítalskan veitingastað og fengum okkur að borða. Þar inni lýsti Melkorka því yfir hátt og snjallt að "Þegar ég er orðin stór ætla ég að drekka rauðvín og borða ólífur". Ágætt að hafa sett markmið í lífinu!

Annars hefur nú ekkert merkilegt á daga okkar drifið hér. Lífið gengur sinn vanangang og allt í góðu. Melkorka er reyndar haldin bullandi heimþrá þessa dagana, en hún er nú samt ofsalega kát blessunin. Þetta hellist yfir hana þegar hún fer að sofa á kvöldin. Svo verður hún alltaf voðalega aum og lítil í sér við smávægilegar breytingar eða ef eitthvað fer ekki alveg eins og það á að fara. Í morgun brotnuðu til dæmis gleraugun hennar og hún sat kjökrandi í smátíma og barðist við tárin! Ég finn alveg agalega til með henni greyjinu! En Daddi kemur í maí og svo kemur Emma í nokkrar vikur í júní, þannig að sumarið ætti að vera í lagi. En þetta er ljóta vesenið með gleraugun hennar. Ég fór með þau í gleraugnabúð í hádeginu og maðurinn þar náði aðeins að tylla þeim saman aftur, en spöngin sem liggur yfir nebbanum hennar er brotin. Ég ætla að reyna að hringja heim í gleraugnabúðina á morgun og sjá hvort ég geti keypt eitt nefstykki hjá þeim.

Annars bið ég bara að heilsa ykkur í bili. Kossar og knús!

2 Comments:

  • At 2:28 AM, Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said…

    Gleðilegt sumar mæðgur. Vona að þið hafið það fínt í Frans.

     
  • At 1:42 PM, Anonymous Anonymous said…

    HÆ ástin mín - þú þarft að vera duglegri að skrifa - það er svo gaman að lesa þessa pistla þina. Heyri í þér á morgun. Ástarkveðja þinn Daddi.

     

Post a Comment

<< Home