Lögregluvaktin!
Mikið ofsalega var nú gott að fá hann Dadda í heimsókn. Ég tók mér frí í nokkra daga og við afrekuðum það að fara í Montmartre sem er gamla listamannahverfið og skoða þessa fallegu kirkju þar (Sacre Cour). Við fórum reyndar ekki að skoða Rauðu Mylluna eða aðra staði sem þar eru og listamannalífið fór reyndar líka framhjá okkur, þannig að við eigum eftir að skella okkur þangað einhverntímann aftur. Við fórum líka í kvöldsiglingu á Signu á veitingaskipi og fengum dýrindiskvöldverð og skemmtun. Þegar við mættum niður á bryggju til að fara um borð í skipið var reyndar sjúkrabíll þar við hlið og sjúkraliðar að bera einhvern mann frá borði – hann virtist nú vera alveg hraustur, leit út fyrir að hann hefði tognað eða eitthvað frekar en að hafa orðið fyrir alvarlegri matareitrun þannig að við létum þetta ekki stoppa okkur. Svo fórum við bara í góða göngutúra og drukkum í okkur mannlífið í París og rauðvín! Við horfðum auðvitað saman á forkeppni Euorvison á fimmtudagskvöldinu. Það var alveg ágætis stemning í því – reyndar svekkjandi að hvorki Íslendingar né Írar komust áfram. Daddi fór svo á föstudeginum þannig að við Mamma og Melkorka horfðum saman á aðalkeppnina. Uppáhaldslagið hennar Melkorku var lagið frá Moldovíu. Hún söng reyndar með fullt af lögum – þegar hún var búin að heyra viðlagið einu sinni söng hún alltaf með í seinna skiptið og skemmti sér alveg konunglega. En ég var bara nokkuð sátt við sigurlagið. Til hamingju Grikkland!
Ég veit ekki alveg hvað er að gerast í blokkinni heima, en blokkin hefur verið vöktuð af löggunni alla helgina. Það eru ýmist 2-6 lögregluþjónar sem standa og vakta blokkina og eru klæddir skotheldum vestum og útbúnir byssum og kylfum. Þeir birtust þarna á laugardagsmorgun, voru allan gærdag og voru ennþá þarna þegar ég var að fara í vinnuna í morgun! Tilfinningarnar hjá mér eru mjög blendnar gagnvart þessu öllu saman – veit ekki alveg hvort ég eigi að finna til öryggis því það eru stórir og stæltir lögregluþjónar fyrir utan sem passa okkur öll eða til öryggisleysis úr því það er á annað borð þörf á lögregluvakt til að passa okkur! Ég veit ekki alveg hvernig ég eigi að komast að því af hverju þeir eru þarna – reyni kannski að spyrja að því á eftir. Læt ykkur vita ef ég veit eitthvað meira.
En nóg í bili. Kossar og knús
Ég veit ekki alveg hvað er að gerast í blokkinni heima, en blokkin hefur verið vöktuð af löggunni alla helgina. Það eru ýmist 2-6 lögregluþjónar sem standa og vakta blokkina og eru klæddir skotheldum vestum og útbúnir byssum og kylfum. Þeir birtust þarna á laugardagsmorgun, voru allan gærdag og voru ennþá þarna þegar ég var að fara í vinnuna í morgun! Tilfinningarnar hjá mér eru mjög blendnar gagnvart þessu öllu saman – veit ekki alveg hvort ég eigi að finna til öryggis því það eru stórir og stæltir lögregluþjónar fyrir utan sem passa okkur öll eða til öryggisleysis úr því það er á annað borð þörf á lögregluvakt til að passa okkur! Ég veit ekki alveg hvernig ég eigi að komast að því af hverju þeir eru þarna – reyni kannski að spyrja að því á eftir. Læt ykkur vita ef ég veit eitthvað meira.
En nóg í bili. Kossar og knús
2 Comments:
At 6:29 AM, Anonymous said…
Gaman að heyra í þér aftur.
Þórdís
At 9:55 AM, Guðrún Mary said…
Sömuleiðis! Ég er nú búin að tjá mig á þinni síðu, en það stendur alltaf að enginn hafi sagt sína skoðun hjá þér! Hélt ég væri nú betri en engin!!!
Post a Comment
<< Home