Local nuts for sale

Monday, June 12, 2006

I´m back!

Jiminn eini, langt síðan ég hef blöggað! En ég er sko komin aftur – vúhúúúúú. Ekki það að sé nokkur maður sem les þetta, ég geri fastlega ráð fyrir því að þessar 5 hræður sem lásu blöggið mitt hafi löngu gefist upp á mér og þessar leti. En here goes.

Nóg búið að gerast. Emma fermdist þann 8. apríl við hátíðlega athöfn í Vestmannaeyjum. Hún stóð sig með prýði stelpan, var sæt og fín. Hún fékk auðvitað ólýsanlegt magn af gjöfun og það tók heila eilífð að taka þær upp um kvöldið. En það hafðist fyrir rest, hún opnaði og við hin sátum og drukkum bjór, og hún var mjög sátt við allt sem hún fékk, enda ekki annað hægt þar sem þetta var allt gullfallegt.

Um Páskana skelltum við okkur til Dublin. Daddi fór og sveiflaði golfkylfunum sínum af offorsi alla daga, en við mamma og Melkorka röltum um bæinn og höfðum það notalegt. Ég fór með Melkorku á rólóvöllinn í St. Stephen’s Green alla dagana, enda var veðrið æðislegt og við nutum þess að vera úti. Þetta var stutt en mjög góð ferð. Melkorka naut sín heldur betur í þessu enskumælandi umhverfi – feimnin gufaði öll upp og hún kjaftaði við hvern sem var.

Við mamma og Melkorka erum svo nýkomnar heim frá Mallorca, en við skelltum okkur þangað í tveggja vikna ferð. Ferðin var hin fínasta og við slöppuðum af. Skelltum okkur inn til Palma einn daginn, en versluðum nú ekki mikið Dadda til mikillar ánægju J. Magga vinkona kom svo út og var seinni vikuna úti hjá okkur. Veðrið var ekki alveg æðislegt allann tímann, dagarnir voru góðir en maður hefði alveg mátt vera með flíspeysu með sér til að hlýja sér á kvöldin. Melkorka naut þess alveg í botn að hafa óskipta athygli mömmu sinnar og ég naut þess alveg jafn mikið að geta einbeitt mér að henni og ekki vera að láta einhver húsverk og eldamennsku trufla mig. Melkorka tók virkan þátt í mini-diskóinu sem var á kvöldin á hótelinu - söng þar með öllum lögum, alveg sama á hvaða tungumáli þau voru, og dansaði alla dansa með. Svo hitti hún Smiley, sem er risastór hundur (maður í gerfi) sem kom og klappaði öllum krökkunum. Hún tók þátt í Bingói í fyrsta skipti og vann bingóið, svo tók hún líka þátt í "kjúklingaleiknum" og var þar í öðru sæti þegar hún tók þátt í fyrsta skipti og svo vann hún leikinn nokkrum kvöldum síðar. Hún vað að vonum voðalega ánægð með sig og mátti sko líka alveg vera það - mammann var allavega að springa úr monti!

Föstudaginn næsta erum við Daddi svo að fara til London, en þar verðum við fram á Sunnudag. Á föstudaginn ætlum við að borða á veitingastað sem heitir Quaglino’s og ég hef heyrt talað mikið um. Daddi hefur borðað það tvisvar held ég og er voðalega hrifinn af staðnum, þannig að ég hlakka mikið til að prófa það. Ég er búin að skoða matseðilinn á netinu og ég held svei mér þá að ég sé meira að segja búin að ákveða hvað ég ætla að fá mér. Á laugardaginn ætlum við svo að skella okkur á tónleika með Eagles, sem verður án efa stórkostleg upplifun. Svo verður bara rölt um bæinn og slappað af.

1 Comments:

Post a Comment

<< Home