Local nuts for sale

Monday, February 28, 2005

Ég hlýt að vera.....

....versti bloggari ever! Af hverju get ég ekki gefið mér oftar tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur? Svo eftir því sem lengra líður finnst mér ég hafa svo mikið sem ég þurfi að segja og nenni þá ekki að setjast niður og skrifa. En nú ætla ég að reyna að bæta mig!
Ég held að ég hafi átt eftir að skrifa um kvöldið sem við fórum á hótel Holt að borða, þ.e. sunnudaignn fyrir viku síðan! En það var allavega rosalega gaman - við Daddi fórum með Úlla, Stínu og Kristó og fengum hreint út sagt æðislegan mat af Food and Fun seðlinum. Svo er bara líka alltaf svo gaman að fara út að borða í góðra vina hópi.
Á laugardagsköld fór ég út að borða með Möggu - við skelltum okkur á Þrjá frakka og fengum þar dýrindis smálúðuflök með humri í humarsósu! Svo ætluðum við nú aldeilis að taka næturlífið með trukki og stóðum okkur svo vel að við vorum komnar heim rétt upp úr 1. Það var nú ekki sökum ofdrykkju eða neitt svoleiðis þar sem við vorum mjög stilltar og prúðar, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum bara þreyttar. Það var nú bara þrjóskan sem hélt okkur gangandi alveg til kl. 1 því Magga hélt því fram að við gætum hreinlega ekki verið þekktar fyrir að fara heim fyrr!
En allaveg ég stóð mig vel í morgun, vaknaði 6.30 og tók hálftíma brennslu á Orbitrekkinu góða. Tíminn var mjög fljótur að líða því The Hulk var á Bíórásinni og þessi hálftíma bútur sem ég náði að horfa á var alveg stórmerkilegur - ég verð að láta verða af því að sjá myndina í heild sinni bráðum!

Monday, February 21, 2005

HELGIN VIÐBURÐARRÍKA!

Já, það var svo sannarlega nóg að gera hjá mér um helgina - og bara nokkuð góð helgi. Föstudagskvöldið fór auðvitað í Idol partý. Hann Daddi minn kom heim úr Eyjum rétt upp úr 8 um kvöldið og ég var búin að elda alveg ágætis Chilli con carne handa okkur. Ég var nú nokkuð sátt við úrslitin í Idol, en næsta föstudagskvöld held ég að verði gríðarlega spennandi!
En allavega.... á laugardaginn var svo árshátíðin hjá SH og mikið lifandi skelfingar ósköp var nú gaman. Við mættum öllum prúðbúin á Broadway þar sem boðið var upp á fordrykk í Ásbyrgi kl 19. Þar var dregið í happdrætti, og þarf ég nú vart að geta þess að ég fékk engan vinning - en til hamingju þið sem unnuð, glæsilegir vinningar í boði. Hansi fékk vakúmpökkunarvélina, en mér er sagt að hann hafi átt eina fyrir - spurning um að opna safn, hehehe.... En síðan lá leiðin inn í salinn þar sem við fengum alveg eðal sjávarréttarsúpu í forrétt. Ég fékk meira að segja ábót á súpuna, bæði af því að mér fannst hún svona svakalega góð og líka af því það var lamb í aðalrétt og ég er nú ekki mikið fyrir lambakjötið, eða þannig sko... En viti menn, lambið var bara nokkuð gott! Sjóvið var svakalega skemmtilegt, ég skemmti mér alveg konunglega og Daddi segir að það hafi nú alveg sést á glottinu, sem flokkaðist víst undir heimskulegt og var fast á andlitinu á mér meðan ég söng og tallaði með nánast öllum lögunum! Svo tók auðvitað dansgólfið við. Þar hoppuðu menn og skoppuðu fram og tilbaka afturábak og áfram - og gleðin skein úr augum allra. Ég veit ekki til þess að það hafi komið til slagsmála eða leiðinda á milli manna. Sem sagt bara alveg stórkostlega vel heppnað!
Og svo kom nú sunnudagsmorguninn - konudagurinn!! Hann Daddi klikkaði nú ekki þá frekar en á Valentínusardaginn. Hann fór á fætur með Melkorku þegar hún vaknaði um níuleytið og ég fékk að lúra áfram. Skil nú reyndar ekki af hverju ég var í svona hrikalega lélegu standi - það eina sem ég drakk voru tvö hvítvínsglös og 3-4 rauðvínsglös! Ég hef nú oft komið oní mig meira magni af áfengi en þetta en samt verið stálslegin daginn eftir - en á sunnudaginn leið mér eins og mikill og óvenju stór valtari hefði keyrt yfir mig! En hvað um það...... þau laumuðu sér svo út í blómabúð og keyptu handa mér rósir, kerti, konfekt og þessar víðfrægu ástarávísanir. Svo komu þau inní herbergi til mín rétt fyrir 11 og lögðu rósirnar á koddann við hliðina á mér. Ég hálfvorkenndi nú Dadda að þurfa að ganga í gengum þetta því ég hef eflaust talist langt frá því að vera kynþokkafull þennan morgunn. Þakklætið hjá mér var þvílíkt að ég snéri mér á hina hliðina því rósailmurinn fór í taugarnar á mér og hélt áfram að hrjóta í hálftíma í viðbót! Svo þegar ég kom fram var búið að leggja á borð og þvílíkar kræsingar - rúnstykki, kleinuhringir, cafe latte og ég veit ekki hvað og hvað - og mér tókst að borða, alveg ótrúlegt - leið líka fjandi vel á eftir. Hann Daddi er nú samt búinn að blóta þessum ástarávísunum mikið síðan hann gaf mér þá - held hann hafi ekki alveg vitað hvað hann var að fara út í, hehehe... En hann er alveg yndislegur.
Á sunnudagskvöldið fórum við svo út að borða á Hótel Holt - en ég er að hugsa um að bíða með þá sögu þar til á morgun. Ég bara hreinlega nenni ekki að pikka meira inn núna og ég held að þessir þrír aðilar (eða eru þeir kannski fjórir) sem vita af þessari síðu minni nenni varla að lesa meira. Bið að heilsa ykkur í bili!

Monday, February 14, 2005

VALENTÍNUS HINN MIKLI, aka DADDI!

Já, hann er nú yndislegur!!! Hann Daddi minn kom heim rétt eftir kl 6 í dag með þvílíkan dekurpakka handa mér. Fullt af vörum frá Aquolina, t.d baðsölt og body mousse með einhverju jogúrt dæmi sem er svo svakalega girnilegt að mig langar helst að setja skeið í dolluna og éta moussið upp til agna!!!! En allavega hann lét renna í bað handa mér, kveikti á fullt af kertum inni á baði, færði mér fordrykk og skipaði mér í afslöppun. Ég náttlega lagðist bara í baðið og sötraði minn drykk, alsæl með lífið! Á meðan var þessi elska inni í eldhúsi að elda nautasteikur og bjó til með því þessa líka æðislegu Bearnaissósu! Svo var auðvitað spænskt rauðvín með þessu öllu!! Sósan var hreinasta snilld hjá honum, þær eru nú alltaf góðar hjá honum sósurnar en þessi var æði! Anna vinkona segir þegar hún kemur í mat til okkar að henni sé alveg sama hvað sé í matinn, bara að Daddi búi til sósu og hún fái skeið, þá er hún sátt.... Hann eldaði sko 300 g steik og ég kláraði mína!!! Dísús, hann Jói verður nú ekki ánægður með mig í ræktinni sko....

Svo er það ömurlega við þetta allt saman að ég náði náttlega ekkert að gera fyrir hann. Ætlaði upp í Kringlu til að kaupa eitthvað sætt handa honum eftir vinnu, en gat það ekki því Melkorka var orðin lasin á leikskólanum og ég bara brunaði heim að ná í hana. Ég kom nú reyndar við í Hagkaup til að kaupa mjólk og sá þar alveg hrikalega sætan rósarvönd sem kostaði hátt í 700 kr - en svo bara tímdi ég honum ekki!!! Finnst núna eins og ég sé mesta nánös og ömurlegasta manneskja í heimi... Vona bara að hann skilji þetta alveg og fyrirgefi mér.

Annar ætla ég núna að fara að drífa mig upp í til Melkorku minnar! Hún er með ofboðslega ljótan hósta og er búin að vera milli svefns og vöku í rúman klukkutíma. Daddi er búinn að sitja hjá henni og nú ætla ég að leysa hann aðeins af - leyfa þessarri elsku að slaka aðeins á! En Daddi ef þú lest þetta þá segi ég bara - ég elska þig!

Sunday, February 13, 2005

LÍNA LANGSOKKUR

Já, hún Lína klikkar ekki sko! Við Daddi fórum með Melkorku á Línu Langsokk í dag. Við fórum reyndar með hana fyrir rúmu ári síðan, en henni fannst nú alveg jafn gaman núna. Hún fékk líka stóra Línu dúkku sem spillti sko ekki gleðinni. En á móti ætlar hún að hætta með snudduna sína, nota hana bara á kvöldin þegar hún er að fara að sofa - það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur. Mamma segir að þetta kallist að múta barninu - en ég vil nú frekar tala um þetta sem jákvæða hvatningu!!! Þegar við vorum svo búin á Línu skelltum við okkur á McDonalds. Þessi Big Tasty borgari er algjört æði!! Hann er einhvernveginn miklu ferskari en þessir týpísku borgarar frá Maccanum. En það er auðvitað mjög mikilvægt að taka tómatana af, því tómatara eru náttlega bara vibbi. Svo er líka ágætt að skella á smá auka bbq sósu. Svo var nú bara slökun þegar heim var komið. Melkorka sofnaði með headphonin á sér að hlusta á Línu á meðan við Daddi lágum bara á sófanum og góndum á kassann - svona eiga nú bara sunnudagskvöld að vera!

Ég er bara búin að segja tveimur manneskjum frá þessarri síðu - en það er auðvitað ástin mín eina hann Daddi minn og svo hún Þórdís elska. Verð einhvernveginn að láta orðið berast, læða þessu inn i samræður "æ, já bæðevei, ég er komin með bloggsíðu, endilega kíkið á hana". Ömurlegt samt að vita ekki hverjir kíkja í heimsókn á síðuna hjá manni. Það er eins og síðan hennar Melkorku á Barnalandi - teljarinn sem telur heimsóknirnar hækkar og hækkar en það eru örfáir sem skrifa í gestabókina hennar! Ég er að spá í að búa til svona automatískt kerfi þar sem að ef þú ferð inn á síðuna og ferð svo út úr henni aftur án þess að skrifa í gestabókina þá fer gíróseðill upp á 1.500 kr sjálfkrafa af stað á þann sem skráður er fyrir tölvunni eða IP númerinu sem var á síðunni! Mér finnst þetta bara brilljant hugmynd hjá mér. Hvað segir Þórdís tölvusjéní - heldurðu að þetta virki?

En nóg í bili. Ætla að skella mér í háttinn og segi því góða nótt elskur!

Saturday, February 12, 2005

Sko mína

Mér tókst þetta!! Ég er nú aldeilis hlessa.... Mikið rosalega verður gaman að fá útrás fyrir hugsunum sínum hérna í framtíðinni, svo ég tali nú ekki um ánægjuna hjá ykkur að fá að lesa þessi stórkostlegu skrif mín, hehehe...

En hvaða takmark á maður nú að setja? Á maður að segja einu sinni á mánuði? Einu sinni í viku? Einu sinni á dag??? Eða á maður ekki bara að spila þetta af fingrum fram og skrifa þegar maður hefur smá tíma og kannski eitthvað að segja? Held ég byrji bara á því!

Ég læt þetta bara duga í bili. Ætla að skella mér á smá spjall við hana móður mína sem er komin í heimsókn og fá mér smá rauðvín.

Until later babies!!
/
Ok, so just a few words from me. I managed to set up a website, wheeeeeee....... I´ll do my best to write in both English and Icelandic just for the fun of it. I've been wondering what goal I should aim for - should I write here once a month, once a week or once a day! I think I've settled for writing whenever I have somthing to say - which I suppose for me is quite often, hehehe....

Anyway, enough for the first time blogger. We´ll talk later babes....