Yndislegt frí
Jæja, þá er fríið búið – reyndar löngu búið en ég bara hef ekki sest niður til að blögga fyrr en nú. Daddi kom út 21 ágúst og við skelltum okkur til suður-Frakklands með Melkorku í 10 daga og það var algjör draumur. Við tókum lestina til Monaco (6 tímar, first class all the way J) og gistum svo í litlum bæ sem heitir Beaulsolei. Við vorum nú reyndar bara rúman hálftíma að labba inn í Monaco sem við gerðum á hverjum degi. Daddi varð alveg bílasjúkur, enda mikið af dýrum og fallegum bílum á ferð þarna – svo maður fari nú ekki að tala um snekkjurnar sem eru í höfninni – herre Gud! Við gerðum ýmislegt þarna – kíktum í dýragarðinn, sædýrasafnið og mjög oft í Tvolíið Melkorku til mikillar gleði þar sem hún fékk algjör útrás á trampolíninu. Sædýrasafnið þarna er alveg hrikalega flott – mikið af furðulegum fiskum, litlum hákörlum og lifandi kóral! Við fórum reyndar ekki í Casinóið, en við eigum það nú bara eftir, hehehe.... Svo vorum við nú líka bara í leti og lágum í sólinni á gígantísku veröndinni sem við vorum með, borðuðum góðan mat, drukkum gott vín og höfðum það bara yndislegt. Annars getið þið séð myndir úr ferðinni á heimasíðunni hennar Melkorku (www.barnaland.is/barn/19294). Já, bæ þe vei – ég afrekaði það að fara á heilan fótboltaleik og hafði bara gaman af. Þetta var Super Cup Final (Liverpool-SKeitthvað Moskva) þar sem Liverpool menn unnu. Við fengum miða á æðislegum stað, sátum á 8. bekk beint fyrir utan VIP salinn og með hann Róman sjálfan Abramovich í stúkunni við hliðina á okkur!
Daginn sem við komum aftur til Parísar komu Úlli og Stína út í heimsókn til okkar, sem var auðvitað mjög gaman. Þau tóku sér einn rómantískan dag og ferðuðust um París, svo tókum við góða helgi saman. Við fórum meðal annars í Moulin Rouge (Rauðu mylluna frægu) og það var hreint út sagt frábært. Við borðuðum kvöldmat þar (ég fékk mér nautakjöt sem var mjög gott) og svo var sýningin og ég verð nú bara að segja að þetta var ein besta og skemmtilegasta sýning sem ég hef á ævi minni séð. Mikið af flottum dönsurum og svo þrælfyndin skemmtiatriði inn á milli. Mæli hiklaust með þessu fyrir alla Parísarfara. Úlli gerði sér nú lítið fyrir og bað Stínu sinnar, hún sagði ég og ég táraðist af gleði fyrir þeirra hönd!
En annars er það að frétta að við komum heim þann 17 október. Melkorka er orðin mjög spennt og er búin að útbúa dagatal þar sem hún krossar af einn dag í einu. Hún hlakkar svo mikið til að komast aftur á leikskólann sinn og hitta vinkonur sínar. Hún er líka farin að sakna pabba síns alveg óstjórnlega mikið – þannig að þetta verður fínt.
En nóg í bili. Kossar og knús!
Daginn sem við komum aftur til Parísar komu Úlli og Stína út í heimsókn til okkar, sem var auðvitað mjög gaman. Þau tóku sér einn rómantískan dag og ferðuðust um París, svo tókum við góða helgi saman. Við fórum meðal annars í Moulin Rouge (Rauðu mylluna frægu) og það var hreint út sagt frábært. Við borðuðum kvöldmat þar (ég fékk mér nautakjöt sem var mjög gott) og svo var sýningin og ég verð nú bara að segja að þetta var ein besta og skemmtilegasta sýning sem ég hef á ævi minni séð. Mikið af flottum dönsurum og svo þrælfyndin skemmtiatriði inn á milli. Mæli hiklaust með þessu fyrir alla Parísarfara. Úlli gerði sér nú lítið fyrir og bað Stínu sinnar, hún sagði ég og ég táraðist af gleði fyrir þeirra hönd!
En annars er það að frétta að við komum heim þann 17 október. Melkorka er orðin mjög spennt og er búin að útbúa dagatal þar sem hún krossar af einn dag í einu. Hún hlakkar svo mikið til að komast aftur á leikskólann sinn og hitta vinkonur sínar. Hún er líka farin að sakna pabba síns alveg óstjórnlega mikið – þannig að þetta verður fínt.
En nóg í bili. Kossar og knús!