K-bangsi búinn!
Fyrir ykkur sem hafið brennandi áhuga á hannyrðum mínum þá er ég búin með k-bangsann. Hann er í formi slökkviliðsbangsa sem heldur á brunaslöngu og sprautar vatni og hann er afskaplega sætur og alveg einstaklega vel saumaður. Ég er núna byrjuð á j-bangsa. Læt ykkur vita um framgang mála þar.
Maður mætir alveg svakalega mikið af skrautlegu og furðulegu fólki á ferðum sínum hér. Í gærmorgun var til dæmis stórfurðulegur maður á brautarstöðinni þar sem ég var að bíða eftir lestinni. Hann var fúlskeggjaður, í rauðum skítugum jakka og hann gekk fram og tilbaka á brautarpallinum og öskraði með reglulegu millibili. Svo á heimleiðinni var kona sem hjólaði á fullri ferð niður eina aðalgötuna og söng hástöfum.
Ég fékk tölvuna mína í gær og dröslaði henni með mér heim. Ég hafði miklar áhyggur af því að einhver glæpamaður myndi girnast tölvuna og hreinlega ræna mig í lestinni – en þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig. Ég náði nokkurn veginn að tengja hana, tölvan sjálf fór í gang en ekki skjárinn. Ég held þó að ég viti nú hver vandinn er og get bætt úr því þegar ég fer heim í dag. Svo fæ ég vonandi internet og kapalsjónvarpið í vikulok. Ég ætla nefninlega að vera í góðu fríi um Páskana þegar Daddi og Emma mæta á svæðið, þannig að ég get ekkert skrifað næst fyrr en ég fæ tenginu heim. Þið verðið bara að bíta í það súra og sakna mín á meðan J
Annars verð ég láta verða af því í kvöld og kíkja upp í þakgarðinn. Mamma fór þangað um daginn og sagði að hann væri alveg stórkostlegur. Þar eru bekkir og tré og alveg frábært útsýni yfir alla Parísarborg. Hún sagði að Eiffel turninn væri alveg sérstaklega fallegur þaðan. Þar er einnig smá gym þar sem Jóga er stunduð af íbúum blokkarinnar og einnig Scrabble klúbbur sem fólk geta verið með í. Okkur var líka sagt að þegar mjög heitt er í veðri og ólíft í íbúðunum sem ekki eru með loftkælingu fer fólk og sefur uppi á þaki. Held ég kaup mér þó frekar góða viftu! En ég er þó að spá í að reyna að töfra fram einhverja listhæfileika í mér, kaupa mér trönur, striga, olíuliti og alpahúfu og drösla því öllu upp á þak ásamt rauðvínsflösku og baguettebrauði og mála útsýnismyndir af Parísarborg. Það væri nú framför – hannyrðakona og listamaður með meiru.
Í hádeginu áðan rölti ég út í líkamsræktarstöð sem er hér rétt hjá, ca 5 mín labb. Þetta var svona allt-í-lagi stöð. Þar eru brennslutæki, lyftingatæki og einn salur. Svo er einn þjálfari sem setur upp eitthvað prógram fyrir þig sem þú fylgir svo eftir í einhvern tíma. Ég varð svakalega spennt fyrir þessu öllu saman þar sem þetta er í göngufæri og ég gæti nýtt hádegið í þetta allt saman, en komst svo að því að stöðin er að flytja í apríl. Strákurinn vissi ekki alveg hvert ennþá. Annars hafði ég hug á því að fá hann Jóa hingað út á 6 vikna fresti til að setja upp eitthvað prógram fyrir mig sem ég gæti fylgt í 6 vikur í senn, svo kæmi hann aftur og tæki ærlega í lurginn á mér ef árangurinn væri ekki sem skildi. Annars hafði hann mikla þolinmæði við mig hann Jói þegar ég var ekki alveg eins gegnin í matarræðinu eins og átti að vera!!!
En nóg í bili. Vonandi fæ ég þessa blessaða tengingu heim þannig að ég geti skrifað fljótlega aftur. Ég veit reyndar ekki hvort ég mæti í vinnuna á morgun því Daddi og Emma eru að koma og ég ætla að taka gott frí um Páskana. En mikið lifandi skelfing verður nú gott að knúsa þau!!!
Heyri í ykkur síðar. Kossar og knús.
Maður mætir alveg svakalega mikið af skrautlegu og furðulegu fólki á ferðum sínum hér. Í gærmorgun var til dæmis stórfurðulegur maður á brautarstöðinni þar sem ég var að bíða eftir lestinni. Hann var fúlskeggjaður, í rauðum skítugum jakka og hann gekk fram og tilbaka á brautarpallinum og öskraði með reglulegu millibili. Svo á heimleiðinni var kona sem hjólaði á fullri ferð niður eina aðalgötuna og söng hástöfum.
Ég fékk tölvuna mína í gær og dröslaði henni með mér heim. Ég hafði miklar áhyggur af því að einhver glæpamaður myndi girnast tölvuna og hreinlega ræna mig í lestinni – en þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig. Ég náði nokkurn veginn að tengja hana, tölvan sjálf fór í gang en ekki skjárinn. Ég held þó að ég viti nú hver vandinn er og get bætt úr því þegar ég fer heim í dag. Svo fæ ég vonandi internet og kapalsjónvarpið í vikulok. Ég ætla nefninlega að vera í góðu fríi um Páskana þegar Daddi og Emma mæta á svæðið, þannig að ég get ekkert skrifað næst fyrr en ég fæ tenginu heim. Þið verðið bara að bíta í það súra og sakna mín á meðan J
Annars verð ég láta verða af því í kvöld og kíkja upp í þakgarðinn. Mamma fór þangað um daginn og sagði að hann væri alveg stórkostlegur. Þar eru bekkir og tré og alveg frábært útsýni yfir alla Parísarborg. Hún sagði að Eiffel turninn væri alveg sérstaklega fallegur þaðan. Þar er einnig smá gym þar sem Jóga er stunduð af íbúum blokkarinnar og einnig Scrabble klúbbur sem fólk geta verið með í. Okkur var líka sagt að þegar mjög heitt er í veðri og ólíft í íbúðunum sem ekki eru með loftkælingu fer fólk og sefur uppi á þaki. Held ég kaup mér þó frekar góða viftu! En ég er þó að spá í að reyna að töfra fram einhverja listhæfileika í mér, kaupa mér trönur, striga, olíuliti og alpahúfu og drösla því öllu upp á þak ásamt rauðvínsflösku og baguettebrauði og mála útsýnismyndir af Parísarborg. Það væri nú framför – hannyrðakona og listamaður með meiru.
Í hádeginu áðan rölti ég út í líkamsræktarstöð sem er hér rétt hjá, ca 5 mín labb. Þetta var svona allt-í-lagi stöð. Þar eru brennslutæki, lyftingatæki og einn salur. Svo er einn þjálfari sem setur upp eitthvað prógram fyrir þig sem þú fylgir svo eftir í einhvern tíma. Ég varð svakalega spennt fyrir þessu öllu saman þar sem þetta er í göngufæri og ég gæti nýtt hádegið í þetta allt saman, en komst svo að því að stöðin er að flytja í apríl. Strákurinn vissi ekki alveg hvert ennþá. Annars hafði ég hug á því að fá hann Jóa hingað út á 6 vikna fresti til að setja upp eitthvað prógram fyrir mig sem ég gæti fylgt í 6 vikur í senn, svo kæmi hann aftur og tæki ærlega í lurginn á mér ef árangurinn væri ekki sem skildi. Annars hafði hann mikla þolinmæði við mig hann Jói þegar ég var ekki alveg eins gegnin í matarræðinu eins og átti að vera!!!
En nóg í bili. Vonandi fæ ég þessa blessaða tengingu heim þannig að ég geti skrifað fljótlega aftur. Ég veit reyndar ekki hvort ég mæti í vinnuna á morgun því Daddi og Emma eru að koma og ég ætla að taka gott frí um Páskana. En mikið lifandi skelfing verður nú gott að knúsa þau!!!
Heyri í ykkur síðar. Kossar og knús.